Ætlar ekki að þiggja milljónir í biðlaun eftir stutta þingsetu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fráfarandi þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla. Hún hættir á þingi um áramótin. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, á rétt á biðlaunum jafn háum þingfararkaupi í þrjá mánuði þegar hún hættir sem þingmaður um áramótin. Hún segist ekki ætla að þiggja biðlaunin. Theodóra, sem greindi frá yfirvofandi brotthvarfi sínu af þingi í Kópavogsblaðinu um helgina, ætlar að einbeita sér að sveitarstjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er einnig kjörinn bæjarfulltrúi. Þrátt fyrir að hún verði aðeins búin að vera þingmaður í rúmt ár þegar hún hættir mun hún engu að síður eiga rétt á biðlaunum til þriggja mánaða upp á 1.101.195 krónur á mánuði. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að kjörnir þingmenn þurfi ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga rétt á biðlaunum. Því skiptir engu máli hversu lengi eða stutt þeir hafa setið en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði. „Sérhver þingmaður, sem hættir þingmennsku, á rétt samkvæmt lögunum, af hvaða ástæðum sem hann hættir; sjálfviljugur, tilknúinn eða hefur ekki lengur kjörfylgi,“ segir í svari Helga. Í samtali við Fréttablaðið kveðst Theodóra ekki hafa vitað af þessum rétti sínum á rúmlega 3,3 milljónum króna og kveðst hún ekki ætla að nýta sér biðlaunin. „Ég hætti um leið og þingi lýkur í desember og mun ekki þiggja nein biðlaun. Ef ég væri að þessu fyrir launin myndi ég hætta í sveitarstjórn og vera á þinginu. Ég er orðin þreytt á þessari launaumræðu, þetta snýst ekkert um það.“Ákvörðun Theodóru hefur vakið mikla athygli en hún telur að fólk hafi misskilið ummæli hennar um áhrifaleysi þingmanna á óskilvirku Alþingi. Hún hafi verið að tala fyrir hönd þingmanna almennt. Hún og þingmenn ríkisstjórnarinnar hafi mótað sína stefnu í sínum flokkum og komið þeim fyrir í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Þar hef ég áhrif og er búin að koma mínu á framfæri þar, en hvernig eigum við að auka áhrif almennra þingmanna til að það verði raunverulegur árangur?“ Viðurkennir Theodóra að hún hafi haldið sig til hlés á síðasta þingi til að læra og fylgjast með hvernig öllum þeim ótalmörgu þingmálum sem þingmenn leggja fram vegnar. Henni hafi ekki litist á það sem hún sá. „En ég hef ekki rætt þetta við ráðherrana því þetta átti ekki að vera aðalatriðið. Það er að ég brenn fyrir Kópavogi og langar til að vera þar í stefnumótun og framkvæmd verkefna. Í þinginu er eitthvað allt annað.“ Á mannamáli hafi hún prófað að vera þingmaður í ár og það hafi hreinlega ekki átt við hana. „Þetta bara hentar mér ekki. Ég er góð í stefnumótun og framkvæmd verkefna og langar að vera þar. Ég er ekki góð í að vera í málstofu, hafa hátt og niðurlægja fólk.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Formaður Bjartrar framtíðar tekur undir. Flokkurinn ætlaði að breyta stjórnmálum en hefur ekki tekist það 28. ágúst 2017 18:45 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, á rétt á biðlaunum jafn háum þingfararkaupi í þrjá mánuði þegar hún hættir sem þingmaður um áramótin. Hún segist ekki ætla að þiggja biðlaunin. Theodóra, sem greindi frá yfirvofandi brotthvarfi sínu af þingi í Kópavogsblaðinu um helgina, ætlar að einbeita sér að sveitarstjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er einnig kjörinn bæjarfulltrúi. Þrátt fyrir að hún verði aðeins búin að vera þingmaður í rúmt ár þegar hún hættir mun hún engu að síður eiga rétt á biðlaunum til þriggja mánaða upp á 1.101.195 krónur á mánuði. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að kjörnir þingmenn þurfi ekki að uppfylla nein sérstök skilyrði til að eiga rétt á biðlaunum. Því skiptir engu máli hversu lengi eða stutt þeir hafa setið en þeir sem hafa setið tvö kjörtímabil eða lengur eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði. „Sérhver þingmaður, sem hættir þingmennsku, á rétt samkvæmt lögunum, af hvaða ástæðum sem hann hættir; sjálfviljugur, tilknúinn eða hefur ekki lengur kjörfylgi,“ segir í svari Helga. Í samtali við Fréttablaðið kveðst Theodóra ekki hafa vitað af þessum rétti sínum á rúmlega 3,3 milljónum króna og kveðst hún ekki ætla að nýta sér biðlaunin. „Ég hætti um leið og þingi lýkur í desember og mun ekki þiggja nein biðlaun. Ef ég væri að þessu fyrir launin myndi ég hætta í sveitarstjórn og vera á þinginu. Ég er orðin þreytt á þessari launaumræðu, þetta snýst ekkert um það.“Ákvörðun Theodóru hefur vakið mikla athygli en hún telur að fólk hafi misskilið ummæli hennar um áhrifaleysi þingmanna á óskilvirku Alþingi. Hún hafi verið að tala fyrir hönd þingmanna almennt. Hún og þingmenn ríkisstjórnarinnar hafi mótað sína stefnu í sínum flokkum og komið þeim fyrir í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Þar hef ég áhrif og er búin að koma mínu á framfæri þar, en hvernig eigum við að auka áhrif almennra þingmanna til að það verði raunverulegur árangur?“ Viðurkennir Theodóra að hún hafi haldið sig til hlés á síðasta þingi til að læra og fylgjast með hvernig öllum þeim ótalmörgu þingmálum sem þingmenn leggja fram vegnar. Henni hafi ekki litist á það sem hún sá. „En ég hef ekki rætt þetta við ráðherrana því þetta átti ekki að vera aðalatriðið. Það er að ég brenn fyrir Kópavogi og langar til að vera þar í stefnumótun og framkvæmd verkefna. Í þinginu er eitthvað allt annað.“ Á mannamáli hafi hún prófað að vera þingmaður í ár og það hafi hreinlega ekki átt við hana. „Þetta bara hentar mér ekki. Ég er góð í stefnumótun og framkvæmd verkefna og langar að vera þar. Ég er ekki góð í að vera í málstofu, hafa hátt og niðurlægja fólk.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Formaður Bjartrar framtíðar tekur undir. Flokkurinn ætlaði að breyta stjórnmálum en hefur ekki tekist það 28. ágúst 2017 18:45 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Fráfarandi þingmaður Bjartrar framtíðar segir þingmenn valdalitla Formaður Bjartrar framtíðar tekur undir. Flokkurinn ætlaði að breyta stjórnmálum en hefur ekki tekist það 28. ágúst 2017 18:45
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42
Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stjórnmálafræðiprófessor telur þingflokksformann Bjartrar Framtíðar í hópi þingmanna sem hafa misskilið hlutverk alþingismanna. 28. ágúst 2017 13:50