Werner Herzog heiðursgestur á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 20:00 Werner Herzog verður heiðursgestur RIFF 2017 Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn" RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn"
RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19