Werner Herzog heiðursgestur á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 20:00 Werner Herzog verður heiðursgestur RIFF 2017 Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn" RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira
Leikstjórinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Werner Herzog er einn fremsti og áhrifamesti listamaður kvikmyndasögunnar. Hann hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður á 7. áratug síðustu aldar en hann er fæddur árið 1942 í München. Herzog hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982 fyrir kvikmyndina Fitzcarraldo. Kvikmyndagagnrýnandinn Robert Ebert sagði að sú mynd væri ein sú besta í kvikmyndasögunni. Herzog hefur einnig fengið tilnefningar til Gullpálsmans og Óskarsverðlaunanna. Heimildarmyndin Grizzly Man er ein vinsælasta mynd hans frá upphafi. Hvalreki fyrir menningarlíf Íslands „Herzog hefur verið kallaður „mikilvægasti leikstjóri samtímans“ af franska meistaranum François Truffaut og hann hefur verið á lista Time Magazine yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. Afrekaskrá hans telur um 20 leiknar kvikmyndir í fullri lengd, um 30 heimildamyndir í fullri lengd að ógleymdum stuttmyndum, í leiknum flokki sem og flokki heimildamynda. Herzog er listamaður sem gerir engar málamiðlanir, listformið er honum allt,“ segir í fréttatilkynningu frá RIFF. Þar kemur fram að það sé gríðarlegur hvalreki fyrir menningarlíf Íslands í heild sinni að fá þennan listamann sem heiðursgest á RIFF. „Það er sannur heiður að fá að miðla nærveru listrænnar sýnar leikstjórans til upprennandi kvikmyndagerðarfólks og aðdáenda á öllum aldri.“ Ísland var í brennidepli í kvikmyndinni Into the Inferno sem Herzog gerði um eldfjöll víðs vegar um heim. Myndin kom út á síðasta ári og var sýnd á Netflix.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Takmarkað sætaframboð er á meistaraspjall með Herzog sem haldið verður laugardaginn 30. september. Hér er hægt að tryggja sér miða á viðburðinn"
RIFF Tengdar fréttir Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira
Ísland í brennidepli nýrrar eldfjallamyndar Werner Herzog - stikla Leikstjórinn goðsagnakenndi fór víðs vegar um heim til þess að kynna sér eldfjöll. 18. október 2016 10:19