Af hverju eru ungar íslenskar konur hættar að þrífa sig? Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2017 18:53 Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir hefur tamið sér að tala tæpitungulaust um þrifnað í störfum sínum í Hússtjórnarskólanum. Vísir/Vilhelm Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans, skilur hvorki upp né niður í þeim óþrifnaði sem gestir íslenskra sundlauga hafa tamið sér. Hún furðar sig á því að ungar íslenskar konur séu hættar að þrífa sig almennilega áður þær halda til laugarinnar og telur einu lausnina vera aðgangsharða sundlaugaverði sem skikka fólk til að þvo sér. Rætt var við Margréti í Reykjavík síðdegis en sturtuvenjur sundlaugagesta hafa verið regulega til umfjöllunar að undanförnu. Kona sem starfar á sundstað á Íslandi sagði í samtali við útvarpsþáttinn ástandið í hreinlætismálum vera orðið skelfilegt. Metur hún það sem svo að sjaldan eða aldrei hafi færri þvegið sér áður en þeir fara ofan í laugina og þeir sem þrífa sig verst í karlaklefanum séu Bretar, Frakkar og ungir Íslendingar. Hússtjórnarskólastýran tekur í sama streng. Óþrifnaður sé kominn út fyrir öll velsæmismörk. Hún sýnir baðvenjum útlendinga ákveðinn skilning enda kunni þeir að koma frá stöðum þar sem ekki séu gerðar miklar kröfur um líkamsþvott áður en farið sé ofan í laugina Hún furðar sig þó á því hvernig, að hennar mati, baðvenjur ungra íslenskra kvenna hafi farið jafn hratt aftur og raun beri vitni. „Útlenskar konur eru kannski óvanar að fara naktar í sturtu með öðru fólki - en íslenskar stelpur? Ég bara skil ekki hvað vakir fyrir þeim.“Útlandaferðir skýringin?Margrét segir ungar konur eigi það til að verja miklum tíma í að hafa sig til áður en haldið er til laugarinnar. Því fari þær einungis örsnöggt í sturtuna og reyni jafnvel að forðast það að bleyta á sér hárið. Hún furðar sig á þessari hegðun og telur að hana megi að einhverju leyti rekja til sundvenja Íslendinga í útlöndum, en utanlandsferðum landsmanna hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þar sé gerð minni krafa um þvott fyrir sundferðir - „en Íslendingar gleyma því að þar er miklu meiri klór í lauginni,“ útskýrir Margrét, „og ekki viljum við það,“ bætir hún við. Þá hvetur hún Íslendinga til að fara úr útiskónum áður en haldið er inn í klefann. Gólfin í klefunum geti fljótt orðið skítug þegar farið er inn á skítugum, jafnvel slabbblautum skóm alveg að skápunum.Kjaftforir baðverðir lausnin?Margrét telur að slík óöld sé uppi í þessum málum að fátt annað dugi til en að fá fleiri baðverði til starfa til að skikka fólk til hreinlætis. Þeir þurfi að vera ákveðnir, jafnvel grimmir og megi ekki vera smeykir að móðga ferðamenn sem eru ekki vanir þessum kröfum. Hún hafi fyrir löngu tamið sér hreinskilni í hreinlætisumfjöllun í Hússtjórnarskólanum. „Það þýðir ekkert annað. Það þarf bara að segja hlutina eins og þeir eru.“ Hún hvetur sundlaugagesti að þvo sér vel áður en farið er í sundfötin. Spjall Margrétar við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að neðan.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira