Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Fosshótel Mývatn starfar á grundvelli bráðabirgðaleyfis sem rennur út 1. september. Mynd/Hilda Kristjánsdóttir Skipulagsstofnun skoðar nú hvort fleiri hótel á verndarsvæði Mývatns þurfi að fara í umhverfismat. Fosshótel Mývatn starfar nú á grundvelli bráðabirgðaleyfis heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, sem gildir til 15. september en langtímaleyfi til hótelsins var afturkallað í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vegna úrskurðarins þarf Skipulagsstofnun að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat. Þeirrar ákvörðunar er að vænta eftir um það bil mánuð, að sögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar. Þá er í athugun hjá stofnuninni hvort önnur hótel á verndarsvæðinu skuli einnig fara í umhverfismat en stofnunin aflar nú upplýsinga hjá öðrum hótelum á svæðinu, einkum um fráveitumál. „Það var ekki gert á sínum tíma, sem helgast líka af því að löggjöfin hefur breyst frá því þau voru byggð,“ segir Ásdís og bætir við: „En hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir vegna annarra hótela á verndarsvæðinu og við erum að afla upplýsinga um hvort það krefjist einhverrar skoðunar.“Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.„Við höfum gert fjölda athugasemda við fjölgun gistirýma á þessu svæði enda er þetta galin þróun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, og bætir við „þetta gerist ekki af sjálfu sér, heldur með vilja sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar og enginn virðist ætla að grípa hér í taumana.“ Þótt Fosshótel Mývatn hafi aðeins verið opið í sex vikur er saga verkefnisins orðin nokkuð löng. Framkvæmdir við byggingu þess hófust vorið 2016 en voru stöðvaðar að kröfu Umhverfisstofnunar í október sama ár þar sem leyfis stofnunarinnar hafði ekki verið aflað og Skipulagsstofnun hafði ekki tekið ákvörðun um hvort framkvæmdin þyrfti umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði síðar og Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir framkvæmdinni í kjölfarið og framkvæmdir fóru aftur á fullt skrið. Hótelið var svo opnað 1. júlí síðastliðinn. Sex dögum eftir opnunina kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og stofnunin þarf því að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi í umhverfismat. Aðspurður segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, ansi skrítið að reka hótel undir þessum kringumstæðum. „Við fengum upphaflega langtímaleyfi frá heilbrigðisnefndinni sem gilti til 2022 en það var afturkallað þegar úrskurðurinn kom núna í sumar og nú erum við bara á þessu bráðabirgðaleyfi á meðan við bíðum eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Skipulagsstofnun skoðar nú hvort fleiri hótel á verndarsvæði Mývatns þurfi að fara í umhverfismat. Fosshótel Mývatn starfar nú á grundvelli bráðabirgðaleyfis heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, sem gildir til 15. september en langtímaleyfi til hótelsins var afturkallað í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vegna úrskurðarins þarf Skipulagsstofnun að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat. Þeirrar ákvörðunar er að vænta eftir um það bil mánuð, að sögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar. Þá er í athugun hjá stofnuninni hvort önnur hótel á verndarsvæðinu skuli einnig fara í umhverfismat en stofnunin aflar nú upplýsinga hjá öðrum hótelum á svæðinu, einkum um fráveitumál. „Það var ekki gert á sínum tíma, sem helgast líka af því að löggjöfin hefur breyst frá því þau voru byggð,“ segir Ásdís og bætir við: „En hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir vegna annarra hótela á verndarsvæðinu og við erum að afla upplýsinga um hvort það krefjist einhverrar skoðunar.“Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.„Við höfum gert fjölda athugasemda við fjölgun gistirýma á þessu svæði enda er þetta galin þróun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, og bætir við „þetta gerist ekki af sjálfu sér, heldur með vilja sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar og enginn virðist ætla að grípa hér í taumana.“ Þótt Fosshótel Mývatn hafi aðeins verið opið í sex vikur er saga verkefnisins orðin nokkuð löng. Framkvæmdir við byggingu þess hófust vorið 2016 en voru stöðvaðar að kröfu Umhverfisstofnunar í október sama ár þar sem leyfis stofnunarinnar hafði ekki verið aflað og Skipulagsstofnun hafði ekki tekið ákvörðun um hvort framkvæmdin þyrfti umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði síðar og Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir framkvæmdinni í kjölfarið og framkvæmdir fóru aftur á fullt skrið. Hótelið var svo opnað 1. júlí síðastliðinn. Sex dögum eftir opnunina kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og stofnunin þarf því að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi í umhverfismat. Aðspurður segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, ansi skrítið að reka hótel undir þessum kringumstæðum. „Við fengum upphaflega langtímaleyfi frá heilbrigðisnefndinni sem gilti til 2022 en það var afturkallað þegar úrskurðurinn kom núna í sumar og nú erum við bara á þessu bráðabirgðaleyfi á meðan við bíðum eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira