Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Fosshótel Mývatn starfar á grundvelli bráðabirgðaleyfis sem rennur út 1. september. Mynd/Hilda Kristjánsdóttir Skipulagsstofnun skoðar nú hvort fleiri hótel á verndarsvæði Mývatns þurfi að fara í umhverfismat. Fosshótel Mývatn starfar nú á grundvelli bráðabirgðaleyfis heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, sem gildir til 15. september en langtímaleyfi til hótelsins var afturkallað í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vegna úrskurðarins þarf Skipulagsstofnun að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat. Þeirrar ákvörðunar er að vænta eftir um það bil mánuð, að sögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar. Þá er í athugun hjá stofnuninni hvort önnur hótel á verndarsvæðinu skuli einnig fara í umhverfismat en stofnunin aflar nú upplýsinga hjá öðrum hótelum á svæðinu, einkum um fráveitumál. „Það var ekki gert á sínum tíma, sem helgast líka af því að löggjöfin hefur breyst frá því þau voru byggð,“ segir Ásdís og bætir við: „En hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir vegna annarra hótela á verndarsvæðinu og við erum að afla upplýsinga um hvort það krefjist einhverrar skoðunar.“Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.„Við höfum gert fjölda athugasemda við fjölgun gistirýma á þessu svæði enda er þetta galin þróun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, og bætir við „þetta gerist ekki af sjálfu sér, heldur með vilja sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar og enginn virðist ætla að grípa hér í taumana.“ Þótt Fosshótel Mývatn hafi aðeins verið opið í sex vikur er saga verkefnisins orðin nokkuð löng. Framkvæmdir við byggingu þess hófust vorið 2016 en voru stöðvaðar að kröfu Umhverfisstofnunar í október sama ár þar sem leyfis stofnunarinnar hafði ekki verið aflað og Skipulagsstofnun hafði ekki tekið ákvörðun um hvort framkvæmdin þyrfti umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði síðar og Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir framkvæmdinni í kjölfarið og framkvæmdir fóru aftur á fullt skrið. Hótelið var svo opnað 1. júlí síðastliðinn. Sex dögum eftir opnunina kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og stofnunin þarf því að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi í umhverfismat. Aðspurður segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, ansi skrítið að reka hótel undir þessum kringumstæðum. „Við fengum upphaflega langtímaleyfi frá heilbrigðisnefndinni sem gilti til 2022 en það var afturkallað þegar úrskurðurinn kom núna í sumar og nú erum við bara á þessu bráðabirgðaleyfi á meðan við bíðum eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Skipulagsstofnun skoðar nú hvort fleiri hótel á verndarsvæði Mývatns þurfi að fara í umhverfismat. Fosshótel Mývatn starfar nú á grundvelli bráðabirgðaleyfis heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, sem gildir til 15. september en langtímaleyfi til hótelsins var afturkallað í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vegna úrskurðarins þarf Skipulagsstofnun að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat. Þeirrar ákvörðunar er að vænta eftir um það bil mánuð, að sögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar. Þá er í athugun hjá stofnuninni hvort önnur hótel á verndarsvæðinu skuli einnig fara í umhverfismat en stofnunin aflar nú upplýsinga hjá öðrum hótelum á svæðinu, einkum um fráveitumál. „Það var ekki gert á sínum tíma, sem helgast líka af því að löggjöfin hefur breyst frá því þau voru byggð,“ segir Ásdís og bætir við: „En hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir vegna annarra hótela á verndarsvæðinu og við erum að afla upplýsinga um hvort það krefjist einhverrar skoðunar.“Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.„Við höfum gert fjölda athugasemda við fjölgun gistirýma á þessu svæði enda er þetta galin þróun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, og bætir við „þetta gerist ekki af sjálfu sér, heldur með vilja sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar og enginn virðist ætla að grípa hér í taumana.“ Þótt Fosshótel Mývatn hafi aðeins verið opið í sex vikur er saga verkefnisins orðin nokkuð löng. Framkvæmdir við byggingu þess hófust vorið 2016 en voru stöðvaðar að kröfu Umhverfisstofnunar í október sama ár þar sem leyfis stofnunarinnar hafði ekki verið aflað og Skipulagsstofnun hafði ekki tekið ákvörðun um hvort framkvæmdin þyrfti umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði síðar og Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir framkvæmdinni í kjölfarið og framkvæmdir fóru aftur á fullt skrið. Hótelið var svo opnað 1. júlí síðastliðinn. Sex dögum eftir opnunina kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og stofnunin þarf því að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi í umhverfismat. Aðspurður segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, ansi skrítið að reka hótel undir þessum kringumstæðum. „Við fengum upphaflega langtímaleyfi frá heilbrigðisnefndinni sem gilti til 2022 en það var afturkallað þegar úrskurðurinn kom núna í sumar og nú erum við bara á þessu bráðabirgðaleyfi á meðan við bíðum eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira