Innlent

Hestastóð gerði sig heimakomið í Breiðholti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Smalamennskan krafðist töluverðrar útsjónarsemi að sögn lögreglu.
Smalamennskan krafðist töluverðrar útsjónarsemi að sögn lögreglu. Lögreglan
Það er ekki á hverjum degi sem hestar sjást í þéttbýli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti þó nýverið að hafa afskipti af hestastóð sem hafði gert sig heimakomið í Breiðholti. Lögreglan mætti þeim á miðri Breiðholtsbraut yfir Reykjanesbraut.

Þeir voru reknir af veginum og inn á næsta grasbala á milli Dalvegar og aðreinar að Reykjanesbraut.

„Smalamennskan krafðist talsverðrar útsjónarsemi og yfirvegunar, en sett var upp tímabundið hestagerði á þessum stað. Lokunarborði lögreglunnar kom að góðum notum við verkið, en hestarnir voru samstarfsfúsir og virtu fyrirmæli lögreglu! Þeim var síðan komið á réttan stað og þar með lauk þessu ævintýri þeirra,“ segir í Facebook færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×