Síðasti karlkyns geirfuglinn fundinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Síðasti karlkyns geirfuglinn. Mynd/Konunglega belgíska náttúrufræðisafnið Hamur karlfuglsins, annars tveggja síðustu geirfuglanna sem voru drepnir í Eldey þann 3. júní árið 1844, er fundinn. Er fuglinn uppstoppaður í Konunglega belgíska náttúrufræðisafninu í Brussel. Frá þessu var greint á vef Náttúruminjasafns Íslands í gær. Fimmtán vísindamönnum, frá Danmörku, Noregi, Bretlandi, Þýskalandi og Nýja-Sjálandi, tókst að finna karlfuglinn með því að bera saman erfðaefni úr vélinda karlfuglsins, sem geymt er í Kaupmannahöfn, við erfðaefni í fjórum uppsettum hömum á söfnum í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Belgíu. Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur hjá Náttúruminjasafninu, segir fundinn mikil gleðitíðindi. „Mér finnst þetta stórfrétt. Að vísu 173 ára gömul en stórfrétt þó!“ Leitin hefur staðið lengi yfir og byggist hún á rannsóknum Bretans Erolls Fuller. Álfheiður segir Fuller einn þekktasta geirfuglasérfræðing heims.Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur.Þegar síðasta geirfuglsparið var drepið í Eldey voru fuglarnir ekki lengur veiddir til átu. Þeir voru heldur eftirsóttir á meðal safnara. Talið er að til séu um áttatíu uppstoppaðir geirfuglar víðs vegar um heiminn, meðal annars einn á Íslandi. Hamir parsins hafa þó verið týndir afar lengi. Vitað er að hamirnir komu með innyflunum á náttúrufræðisafnið í Kaupmannahöfn árið 1844 en þótt innyflin hafi verið varðveitt á safninu hurfu hamirnir. Ári síðar voru þeir skráðir í eigu safnara í Kaupmannahöfn en þangað til nú hefur ekkert spurst til karlfuglsins. Enn bólar ekkert á kvenfuglinum. Þó eru vísbendingar um hvar ham kvenfuglsins sé að finna, þó ekkert hafi enn fengið staðfest. „Það eru vísbendingar um að hún sé í Cincinnati í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir hafa fengið leyfi til að taka sýni úr þeim ham. Þeir vonast til þess að þar sé kvenfuglinn fundinn,“ segir Álfheiður. Geirfuglinn var af ætt svartfugla og algengur við norðanvert Atlantshaf, að því er kemur fram á vef Náttúruminjasafnsins. Var hann stór og eftirsóttur til matar. Í frétt Náttúruminjasafnsins birtist eftirfarandi lýsing á geirfuglinum, skrifuð af Þorvaldi Thoroddsen og upphaflega birt í Lýsingu Íslands árið 1900: „Geirfugl var algengur við Ísland fyr á öldum en er nú horfinn og að öllum líkindum útdauður; seinast var hann í Geirfuglaskerjum fyrir utan Reykjanes, en af því fuglinn var eigi fleygur og viðkoman lítil en mikið var drepið eyddist hann fljótt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Hamur karlfuglsins, annars tveggja síðustu geirfuglanna sem voru drepnir í Eldey þann 3. júní árið 1844, er fundinn. Er fuglinn uppstoppaður í Konunglega belgíska náttúrufræðisafninu í Brussel. Frá þessu var greint á vef Náttúruminjasafns Íslands í gær. Fimmtán vísindamönnum, frá Danmörku, Noregi, Bretlandi, Þýskalandi og Nýja-Sjálandi, tókst að finna karlfuglinn með því að bera saman erfðaefni úr vélinda karlfuglsins, sem geymt er í Kaupmannahöfn, við erfðaefni í fjórum uppsettum hömum á söfnum í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Belgíu. Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur hjá Náttúruminjasafninu, segir fundinn mikil gleðitíðindi. „Mér finnst þetta stórfrétt. Að vísu 173 ára gömul en stórfrétt þó!“ Leitin hefur staðið lengi yfir og byggist hún á rannsóknum Bretans Erolls Fuller. Álfheiður segir Fuller einn þekktasta geirfuglasérfræðing heims.Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur.Þegar síðasta geirfuglsparið var drepið í Eldey voru fuglarnir ekki lengur veiddir til átu. Þeir voru heldur eftirsóttir á meðal safnara. Talið er að til séu um áttatíu uppstoppaðir geirfuglar víðs vegar um heiminn, meðal annars einn á Íslandi. Hamir parsins hafa þó verið týndir afar lengi. Vitað er að hamirnir komu með innyflunum á náttúrufræðisafnið í Kaupmannahöfn árið 1844 en þótt innyflin hafi verið varðveitt á safninu hurfu hamirnir. Ári síðar voru þeir skráðir í eigu safnara í Kaupmannahöfn en þangað til nú hefur ekkert spurst til karlfuglsins. Enn bólar ekkert á kvenfuglinum. Þó eru vísbendingar um hvar ham kvenfuglsins sé að finna, þó ekkert hafi enn fengið staðfest. „Það eru vísbendingar um að hún sé í Cincinnati í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir hafa fengið leyfi til að taka sýni úr þeim ham. Þeir vonast til þess að þar sé kvenfuglinn fundinn,“ segir Álfheiður. Geirfuglinn var af ætt svartfugla og algengur við norðanvert Atlantshaf, að því er kemur fram á vef Náttúruminjasafnsins. Var hann stór og eftirsóttur til matar. Í frétt Náttúruminjasafnsins birtist eftirfarandi lýsing á geirfuglinum, skrifuð af Þorvaldi Thoroddsen og upphaflega birt í Lýsingu Íslands árið 1900: „Geirfugl var algengur við Ísland fyr á öldum en er nú horfinn og að öllum líkindum útdauður; seinast var hann í Geirfuglaskerjum fyrir utan Reykjanes, en af því fuglinn var eigi fleygur og viðkoman lítil en mikið var drepið eyddist hann fljótt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira