Sér fram á fjórðungs fækkun ferðamanna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2017 21:00 Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði segist sjá fram á 25 prósenta fækkun ferðamanna á Vestfjörðum. Hátt verðlag bitni mest á landsbyggðinni því ferðamenn velji nú styttri ferðalög. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 frá Ísafirði, sem sjá má hér. Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, eða Kiddý, eins og hún er ávallt kölluð fyrir vestan, hefur ásamt Hafsteini Ingólfssyni, eiginmanni sínum, siglt með ferðamenn frá Ísafirði í þrjátíu ár. Þegar við spyrjum konu, sem hefur fingurinn á púlsinum í ferðaþjónustunni, um hljóðið fyrir vestan, fæst þetta svar: „Það er ekki gott. Við erum að sjá fram á 25 prósent skerðingu af ferðamönnunum hingað. Þessir túristar, sem hafa verið að koma til Íslands, þeir eru ekkert að koma hingað vestur,“ svarar Kiddý.Kiddý losar landfestarnar þegar báturinn leggur úr Ísafjarðarhöfn til Hesteyrar í Jökulfjörðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún segir skýringuna ekki flókna, Ísland sé orðið eitt dýrasta land í heimi. Það sé orðið mjög neikvætt. „Ferðamaðurinn, sem áður stoppaði í fimm daga á Íslandi, hann kom hingað vestur. En mér er sagt að ferðamaðurinn núna stoppi bara í þrjá daga og þá hefur hann engan tíma til að koma hingað vestur. Hann er bara á Suður- og Suðausturlandinu, - hjá ykkur. Hann kemur ekkert lengra.“ Hátt verðlag bitni þannig mest á ferðaþjónustu sem lengst er frá Reykjavík. „Þetta bitnar á okkur á landsbyggðinni. Það er ekkert erfiðara að reikna það út.“ Farþegar ganga um borð í Guðrúnu Kristjáns, einn þriggja báta Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sigla með ferðamenn yfir sumartímann á Hornstrandir, í Jökulfirði og út í eyjuna Vigur. Kiddý segir að nú séu það siglingar með ferðamenn af erlendum skemmtiferðaskipum sem haldi þeim á floti. „Ef maður hefði ekki þessi skemmtiferðaskip þá værum við hjónin ekkert að gera út þrjá báta. Við erum ellefu í vinnunni hérna, hvorki meira né minna, svo að þetta er bæði mannfrekt fyrirtæki og orkumiklir bátar,“ segir Guðrún „Kiddý" Kristjánsdóttir.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira