Segir ástandið á leigumarkaðnum vera skelfilegt Ásgeir Erlendsson skrifar 7. ágúst 2017 22:15 Formaður Samtaka leigjenda segir mjög algengt að leigusalar taki tryggingafé til eigin nota án heimildar og hefur slíkum málið verið vísað til lögreglu. Hann telur að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu brot Halldórs Viðars Sanne ekki staðið jafn lengi yfir og raunin varð. Á undanförnum mánuðum hafa Samtök leigjenda reglulega lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem ríki á leigumarkaði. Skortur sé á íbúðum sem geri leigusölum kleift að óska eftir háu tryggingafé og nokkrum mánuðum í fyrirframgreidda leigu. Hólmsteinn Brekkan, formaður Samtaka leigjenda, segir ástandið á markaðnum vera skelfilegt og reglulega komi á borð samtakanna mál þar sem leigusalar halda eftir fé án heimildar. „Það er mjög algengt að leigusalar, sérstaklega einstaklingar, þeir halda tryggingafénu þó þeim beri að skila því samkvæmt samningi og lögum. Þá hafa þeir tekið það til eigin nota sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögum. Slík mál, þegar menn hafa dregið það að endurgreiða tryggingafé og hefur verið erfitt að ná því og menn verið með undanskot og annað, þá höfum við vísað því til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar sem þetta er lögbrot,“ segir Hólmsteinn. Hann segir mikilvægt að tryggja rétt leigjenda og telur Hólmsteinn brýnt að koma á fót sérstakri leiguvakt. „Þar sem fólk gæti leitað til með alls konar svona mál. Bæði varðandi samningsgerð og einnig ef einhver vafi er á um fyrirframgreiðslur, tryggingafé og annað.“ Hólmsteinn bendir á að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu fjársvik Halldórs Viðars Sanne, sem nýlega var dæmdur í árs fangelsi fyrir svik á leigumarkaði, ekki staðið yfir jafn lengi og raunin varð. „Það er of seint tekið á þessu máli og það er eitt sem hefur valdið því að þetta hefur náð svona langt og það er það að það er ekkert apparat sem heldur utan um leigumarkaðinn á Íslandi.“ Tengdar fréttir Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Formaður Samtaka leigjenda segir mjög algengt að leigusalar taki tryggingafé til eigin nota án heimildar og hefur slíkum málið verið vísað til lögreglu. Hann telur að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu brot Halldórs Viðars Sanne ekki staðið jafn lengi yfir og raunin varð. Á undanförnum mánuðum hafa Samtök leigjenda reglulega lýst yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem ríki á leigumarkaði. Skortur sé á íbúðum sem geri leigusölum kleift að óska eftir háu tryggingafé og nokkrum mánuðum í fyrirframgreidda leigu. Hólmsteinn Brekkan, formaður Samtaka leigjenda, segir ástandið á markaðnum vera skelfilegt og reglulega komi á borð samtakanna mál þar sem leigusalar halda eftir fé án heimildar. „Það er mjög algengt að leigusalar, sérstaklega einstaklingar, þeir halda tryggingafénu þó þeim beri að skila því samkvæmt samningi og lögum. Þá hafa þeir tekið það til eigin nota sem er algerlega óheimilt samkvæmt lögum. Slík mál, þegar menn hafa dregið það að endurgreiða tryggingafé og hefur verið erfitt að ná því og menn verið með undanskot og annað, þá höfum við vísað því til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þar sem þetta er lögbrot,“ segir Hólmsteinn. Hann segir mikilvægt að tryggja rétt leigjenda og telur Hólmsteinn brýnt að koma á fót sérstakri leiguvakt. „Þar sem fólk gæti leitað til með alls konar svona mál. Bæði varðandi samningsgerð og einnig ef einhver vafi er á um fyrirframgreiðslur, tryggingafé og annað.“ Hólmsteinn bendir á að ef virkara eftirlit væri á markaðinum hefðu fjársvik Halldórs Viðars Sanne, sem nýlega var dæmdur í árs fangelsi fyrir svik á leigumarkaði, ekki staðið yfir jafn lengi og raunin varð. „Það er of seint tekið á þessu máli og það er eitt sem hefur valdið því að þetta hefur náð svona langt og það er það að það er ekkert apparat sem heldur utan um leigumarkaðinn á Íslandi.“
Tengdar fréttir Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Sjá meira
Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Aldo, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, var einnig gert að greiða 3,6 milljónir króna í skaðabætur. 4. ágúst 2017 13:01