Á ystu nöf fyrir Instagram Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 09:00 Fólk gengur mislangt fyrir Instagram. Instagram Svo virðist vera að nokkuð algengt sé að erlendir ferðamenn komi sjálfum sér og öðrum í hættu við myndatökur í Dyrhólaey. Þegar rennt er í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og leitað að staðsetningunni og myllumerkinu Dyrhólaey birtist fjöldi mynda þar sem fólk hefur farið yfir sérmerktar girðingar og út á klettasyllur til að ná fallegri mynd yfir Dyrhólafjöru. Veðurstofan gerði úttekt á svæðinu árið 2015 og lagði til að bæði klettabrúninni og fjörunni yrði lokað vegna hrunhættu. Umhverfisstofnun hefur síðan sett upp girðingar og merkingar en fólk virðist ekki alltaf virða merkingarnar. „Í Dyrhólaey getur verið svakalega flott brim. Það er alveg hægt að standa bara á öruggum stað og njóta þess en mjög oft fara menn undir og yfir allar keðjur og út á ystu nöf. Það er algengt að sjá það, ekki bara þarna heldur bara alls staðar. Þetta er náttúrulega bara matsatriði, hvenær það er hættulegt. En stundum sér maður sjó ganga yfir fólk,“ segir Teitur Þorkelsson leiðsögumaður í samtali við Vísi.Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður.Vísir/Heiða„Annars vegar er það Dyrhólaey sjálf, háa eyjan sem er með vitanum. Þar er fólk öruggt frá hafinu, en auðvitað er hægt að fara fram af björg. Svo er neðri eyjan sem flestir fara á. Þar eru mjög flottar klettamyndanir og mikið brim oft. Þar eru menn líka að klöngrast langt út á einhverja kletta. Það getur í sjálfu sér verið hættulegt en sennilega, ég held að flestir heimamenn séu sammála um það að hættulegasti staðurinn er niður í Kirkjufjöru.“ Hákon Ásgeirsson, landvörður og sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, segir það beinlínis hættulegt að fara út fyrir merkt svæði í eynni, en þrjú banaslys hafa orðið í fjörunum í kringum Dyrhólaey síðastliðinn áratug. „Ekki bara af því það er hætta á að detta fram af brúninni heldur líka vegna þess að það hrynur úr henni. Stundum er nóg að stíga út á brúnina og þá hrynur úr henni,“ segir Hákon í samtali við Vísi.Þessi ofurhugi segist bara vera að hanga.Skjáskot/Instagram„Á háeynni er útsýnisstaður yfir gatið, eða dyrina í Dyrhólaey. Það er algengt að fólk vill fara þar yfir keðjuna og ná betri mynd af sér og gatinu.“ Hann segir þó að það heyri til undantekninga að fólk sé hætt komið á svæðinu. „95 prósent af fólkinu sem heimsækir Dyrhólaey fer ekki yfir girðinguna. Það er þetta 1-5% sem fer mest fyrir. Ég myndi ekki beint segja að þetta sé algengt.“ Hákon segir að aukið upplýsingaflæði á svæðinu hafi gert það að verkum að fólk er varkárara á svæðinu þar sem náttúran getur verið hættuleg. „Ef fólk fær meiri fræðslu, sem við landverðir erum að gera þá verður fólk meðvitaðra um hætturnar. Stundum fara bannskilti fyrir brjóstið á fólki, en ef það fær fræðslu þá virðir það merkingar frekar.“ Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Svo virðist vera að nokkuð algengt sé að erlendir ferðamenn komi sjálfum sér og öðrum í hættu við myndatökur í Dyrhólaey. Þegar rennt er í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram og leitað að staðsetningunni og myllumerkinu Dyrhólaey birtist fjöldi mynda þar sem fólk hefur farið yfir sérmerktar girðingar og út á klettasyllur til að ná fallegri mynd yfir Dyrhólafjöru. Veðurstofan gerði úttekt á svæðinu árið 2015 og lagði til að bæði klettabrúninni og fjörunni yrði lokað vegna hrunhættu. Umhverfisstofnun hefur síðan sett upp girðingar og merkingar en fólk virðist ekki alltaf virða merkingarnar. „Í Dyrhólaey getur verið svakalega flott brim. Það er alveg hægt að standa bara á öruggum stað og njóta þess en mjög oft fara menn undir og yfir allar keðjur og út á ystu nöf. Það er algengt að sjá það, ekki bara þarna heldur bara alls staðar. Þetta er náttúrulega bara matsatriði, hvenær það er hættulegt. En stundum sér maður sjó ganga yfir fólk,“ segir Teitur Þorkelsson leiðsögumaður í samtali við Vísi.Teitur Þorkelsson, leiðsögumaður.Vísir/Heiða„Annars vegar er það Dyrhólaey sjálf, háa eyjan sem er með vitanum. Þar er fólk öruggt frá hafinu, en auðvitað er hægt að fara fram af björg. Svo er neðri eyjan sem flestir fara á. Þar eru mjög flottar klettamyndanir og mikið brim oft. Þar eru menn líka að klöngrast langt út á einhverja kletta. Það getur í sjálfu sér verið hættulegt en sennilega, ég held að flestir heimamenn séu sammála um það að hættulegasti staðurinn er niður í Kirkjufjöru.“ Hákon Ásgeirsson, landvörður og sérfræðingur Umhverfisstofnunar á Suðurlandi, segir það beinlínis hættulegt að fara út fyrir merkt svæði í eynni, en þrjú banaslys hafa orðið í fjörunum í kringum Dyrhólaey síðastliðinn áratug. „Ekki bara af því það er hætta á að detta fram af brúninni heldur líka vegna þess að það hrynur úr henni. Stundum er nóg að stíga út á brúnina og þá hrynur úr henni,“ segir Hákon í samtali við Vísi.Þessi ofurhugi segist bara vera að hanga.Skjáskot/Instagram„Á háeynni er útsýnisstaður yfir gatið, eða dyrina í Dyrhólaey. Það er algengt að fólk vill fara þar yfir keðjuna og ná betri mynd af sér og gatinu.“ Hann segir þó að það heyri til undantekninga að fólk sé hætt komið á svæðinu. „95 prósent af fólkinu sem heimsækir Dyrhólaey fer ekki yfir girðinguna. Það er þetta 1-5% sem fer mest fyrir. Ég myndi ekki beint segja að þetta sé algengt.“ Hákon segir að aukið upplýsingaflæði á svæðinu hafi gert það að verkum að fólk er varkárara á svæðinu þar sem náttúran getur verið hættuleg. „Ef fólk fær meiri fræðslu, sem við landverðir erum að gera þá verður fólk meðvitaðra um hætturnar. Stundum fara bannskilti fyrir brjóstið á fólki, en ef það fær fræðslu þá virðir það merkingar frekar.“
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira