Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Sæunn Gísladóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Hér sést Björt í kjól Galvan á Instagram hönnunarmerkisins. Mynd/Skjáskot af Instagram „Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um ljósmynd af Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þingsal Alþingis sem notuð hefur verið í auglýsingaskyni fyrir breska tískuvörumerkið Galvan London. Myndin er hluti af nýrri auglýsingaherferð Galvan á samfélagsmiðlum. Björt Ólafsdóttir og Sóla Káradóttir, listrænn stjórnandi vörumerkisins, eru vinkonur til margra ára eins og kemur fram í færslu Galvan með myndinni á Instagram síðasta föstudag. Þar er bent á að Björt sé ráðherra og að hún standi inni í sal Alþingis. Fleiri vinkonur Sólu hafa að undanförnu einnig setið fyrir á myndum klæddar fatnaði breska merkisins, myndaðar víðsvegar um Ísland.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Einar ÓlafssonBjört vildi ekki tjá sig Helgi segir að samkvæmt reglum Alþingis séu myndatökur í einkaþágu óheimilar í þingsalnum hvort sem sé á þingfundi eða utan. Aftur á móti sé heimilt að taka ljósmyndir inn í salinn, úr hliðarsölum eða gangi, þar sem ljósmyndarar standa fyrir utan salinn sjálfan. Myndatökur í tengslum við blaða- eða sjónvarpsviðtöl, til að taka auglýsingamyndir og yfirleitt annars inni í sjálfum þingsalnum séu sem sagt óheimilar. Myndatökur séu að öðru leyti heimilar í þinghúsinu og Skála Alþingis, svo og á skrifstofum þingmanna. Þegar blaðamaður náði tali af Björt um miðjan dag í gær benti hún á að myndavélinni hefði verið beint inn í þingsal og að hún hefði því ekki brotið neinar reglur Alþingis. Þegar henni var svo kynnt að til stæði að fjalla um myndatökuna vildi hún ekki tjá sig um málið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Sjá meira
„Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, um ljósmynd af Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í þingsal Alþingis sem notuð hefur verið í auglýsingaskyni fyrir breska tískuvörumerkið Galvan London. Myndin er hluti af nýrri auglýsingaherferð Galvan á samfélagsmiðlum. Björt Ólafsdóttir og Sóla Káradóttir, listrænn stjórnandi vörumerkisins, eru vinkonur til margra ára eins og kemur fram í færslu Galvan með myndinni á Instagram síðasta föstudag. Þar er bent á að Björt sé ráðherra og að hún standi inni í sal Alþingis. Fleiri vinkonur Sólu hafa að undanförnu einnig setið fyrir á myndum klæddar fatnaði breska merkisins, myndaðar víðsvegar um Ísland.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Einar ÓlafssonBjört vildi ekki tjá sig Helgi segir að samkvæmt reglum Alþingis séu myndatökur í einkaþágu óheimilar í þingsalnum hvort sem sé á þingfundi eða utan. Aftur á móti sé heimilt að taka ljósmyndir inn í salinn, úr hliðarsölum eða gangi, þar sem ljósmyndarar standa fyrir utan salinn sjálfan. Myndatökur í tengslum við blaða- eða sjónvarpsviðtöl, til að taka auglýsingamyndir og yfirleitt annars inni í sjálfum þingsalnum séu sem sagt óheimilar. Myndatökur séu að öðru leyti heimilar í þinghúsinu og Skála Alþingis, svo og á skrifstofum þingmanna. Þegar blaðamaður náði tali af Björt um miðjan dag í gær benti hún á að myndavélinni hefði verið beint inn í þingsal og að hún hefði því ekki brotið neinar reglur Alþingis. Þegar henni var svo kynnt að til stæði að fjalla um myndatökuna vildi hún ekki tjá sig um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Innlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Sjá meira