Lætur ekki bruna heimilisins stöðva hreinsunarstarf Bláa hersins Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2017 21:00 Tómas, stofnandi Bláa hersins, við hús sitt sem er nú óíbúðarhæft. visir/egill Tómas J. Knútsson stofnaði umhverfissamtökin Bláa herinn fyrir 22 árum eftir að hann varð vitni að ástandinu neðansjávar við störf sín sem kafari. Síðan þá hefur Blái herinn staðið fyrir hundrað og fimmtíu hreinsunarverkefnum. „Og við látum í raun og veru okkur ekkert óviðkomandi varða í sambandi við rusl og drasl. Því ef þetta er á landi og ekki hirt um það þar, þá fýkur það út í hafið," segir Tómas.Tómas með sína eigin hönnun af ruslapokavísir/egillTómas hefur tínt rusl á mörgum ströndum. Venjulega eru hundrað kíló af rusli á hverja hundrað metra eða tonn á hvern kílómetra. Nú er átak í gangi á Suðurnesjum og er ströndin í Sandgerði næst á dagskrá. Tómas vill sjá strandhreinsanir í betri farvegi. Hingað til hefur starfið verið drifið áfram af hugsjón. „Ég er alltaf sjálfboðaliði og hef alltaf verið en reyni að safna styrkjum til að fá með mér íþróttafélög og einhverja aðila, og styrkja um leið gott starf."Heimili slökkviliðsmannsins brann til kaldra kolaTómas heldur baráttu Bláa hersins ótrauður áfram þrátt fyrir að hafa lent í miklu áfalli í síðasta mánuði, þegar húsið hans brann.Það kviknaði í hjá pallinum og varð sprenging sem heyrðist um allt hverfivísir/egillÞað kviknaði í pallinum svo sprenging varð og eldurinn náði að teygja sig um allt húsið. Verið er að rannsaka eldsupptök. „Auðvitað er það mikið áfall að verða allt í einu heimilislaus, en við erum bæði lifandi og hundurinn okkar. Og við megum þakka fyrir það að anda." Tómas vann sem slökkviliðsmaður í tuttugu ár og fann oft til með fólki sem lenti í þessum aðstæðum. „Lyktin eftir að vera á brunastað, hún er allt önnur í dag, tilfinningin á bak við það. Það er kannski sálrænn hlutur, þegar þetta er eigning manns, þá er lyktin erfiðari.“ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Tómas J. Knútsson stofnaði umhverfissamtökin Bláa herinn fyrir 22 árum eftir að hann varð vitni að ástandinu neðansjávar við störf sín sem kafari. Síðan þá hefur Blái herinn staðið fyrir hundrað og fimmtíu hreinsunarverkefnum. „Og við látum í raun og veru okkur ekkert óviðkomandi varða í sambandi við rusl og drasl. Því ef þetta er á landi og ekki hirt um það þar, þá fýkur það út í hafið," segir Tómas.Tómas með sína eigin hönnun af ruslapokavísir/egillTómas hefur tínt rusl á mörgum ströndum. Venjulega eru hundrað kíló af rusli á hverja hundrað metra eða tonn á hvern kílómetra. Nú er átak í gangi á Suðurnesjum og er ströndin í Sandgerði næst á dagskrá. Tómas vill sjá strandhreinsanir í betri farvegi. Hingað til hefur starfið verið drifið áfram af hugsjón. „Ég er alltaf sjálfboðaliði og hef alltaf verið en reyni að safna styrkjum til að fá með mér íþróttafélög og einhverja aðila, og styrkja um leið gott starf."Heimili slökkviliðsmannsins brann til kaldra kolaTómas heldur baráttu Bláa hersins ótrauður áfram þrátt fyrir að hafa lent í miklu áfalli í síðasta mánuði, þegar húsið hans brann.Það kviknaði í hjá pallinum og varð sprenging sem heyrðist um allt hverfivísir/egillÞað kviknaði í pallinum svo sprenging varð og eldurinn náði að teygja sig um allt húsið. Verið er að rannsaka eldsupptök. „Auðvitað er það mikið áfall að verða allt í einu heimilislaus, en við erum bæði lifandi og hundurinn okkar. Og við megum þakka fyrir það að anda." Tómas vann sem slökkviliðsmaður í tuttugu ár og fann oft til með fólki sem lenti í þessum aðstæðum. „Lyktin eftir að vera á brunastað, hún er allt önnur í dag, tilfinningin á bak við það. Það er kannski sálrænn hlutur, þegar þetta er eigning manns, þá er lyktin erfiðari.“
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira