Innlent

Ferðaþjónustuaðilar og bændur vakta einnig leitarsvæðið við Gullfoss

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Fjöldi björgunarsveita tók þátt í leitaraðgerðum.
Fjöldi björgunarsveita tók þátt í leitaraðgerðum. vísir/magnús hlynur
Davíð már Bjarnarson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leit að Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudaginn síðastliðinn, hafi ekki verið haldið áfram í dag. Ekki er vitað hvenær leit verður hafin að nýju. Hann sagði stöðuna lítið hafa breyst frá því að Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í gær að leit hefði verið frestað um sinn.

Verið er að vakta ána og mun það halda áfram næstu daga. Björgunarsveitir sjá aðallega um það ásamt því að fá aðstoð frá utanaðkomandi aðilum.

„Nærtækir ferðaþjónustuaðilar og bændur voru einnig beðnir um að hafa augun opin,“segir Davíð.

Davíð segir að á næstu dögum verði staðan endurmetin í samstarfi við Lögreglu. Aðspurður hvort þeir munu halda sig við sömu leitaraðferðir segir hann erfitt að segja hvort einhverju verði breytt.  Nú sé bara verið að taka stöðuna á málinu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.