Fleiri fyrirtæki farin að kanna vímuefnanotkun starfsmanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Munnvatn starfsmanna er prófað til að kanna mögulega vímuefnanotkun. Nordicphotos/Getty Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Talsverð aukning hefur orðið á því að fyrirtæki hafi samband við Öryggismiðstöðina og óski eftir vímuefnaskimun fyrir starfsmenn. Þetta staðfestir Erla Björk Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Öryggismiðstöðinni. „Aukningin er ekki gríðarleg en þetta var mjög lítið til að byrja með. Svo hefur þetta verið að koma smám saman og það er mikið um fyrirspurnir. Þetta eru mikið til stór fyrirtæki. Til að mynda rútufyrirtæki og þau sem eru með mikla ábyrgð á þungavélum,“ segir hún. Erla segir fyrirkomulagið oftast þannig að starfsmannastjóri fyrirtækis ákveði hverjir séu prófaðir hverju sinni. Til þess aflar hann svo upplýsts samþykkis viðkomandi starfsmanna, sem er í sumum tilfellum innifalið í ráðningarsamningi. Ef samþykki liggur ekki fyrir er viðkomandi starfsmaður ekki prófaður. Hið sama myndi gilda um tilfelli þar sem starfsmaður neitaði prófi á staðnum. Það hefur þó ekki gerst. Þegar hjúkrunarfræðingur kemur á staðinn notar hann annars vegar áfengismæli og svo munnvatnsmæli sem mælir vímuefni. „Starfsmenn blása í áfengismælinn og svo er tekið munnvatnspróf. Iðulega eru niðurstöður vímuefnaskimunarinnar komnar innan fimm mínútna,“ segir Erla. Óalgengt er að starfsmenn falli á prófinu. „Það er ekki mikið um það svo ég viti. Ég held að þetta sé meira öryggisatriði. Bæði fyrir starfsmanninn sjálfan og líka fyrir viðskiptavini og vinnuveitanda.“ Erla segir skýringuna á auknum fjölda skimana og fyrirspurna líklega felast í aukinni umræðu. „Öryggismiðstöðin er búin að vera með þessa þjónustu í fimm eða sex ár og þetta hefur spurst út. Við höfum alltaf auglýst okkur þótt það hafi ekki verið stórar auglýsingar,“ segir Erla og bætir við: „Ég held að þetta sé einfaldlega liður í öryggisáætlunum fyrirtækja. Þá geta þau sýnt fram á að starfsfólk þeirra hafi farið í svona próf. En svo kemur alltaf eitt og eitt tilfelli þar sem grunur liggur fyrir um vímuefnanotkun einhverra starfsmanna og þá erum við líka kölluð til.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira