Núllstilling eftir ofhitnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. júlí 2017 20:30 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í fyrsta skipti í tvö ár í síðasta mánuði og vísbendingar eru um að breytingar á markaðnum séu framundan. Fasteignasali talar um núllstillingu eftir ofhitnun markaðarins. Verulega dró úr hækkunum á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í júní miðað við fyrri mánuði. Rétt er að taka fram að rólegur tími í viðskiptum er að nálgast en þetta eru þó rólegustu tölur síðustu tveggja ára. Verð á sérbýli hækkaði um 1,6% en verð á fjölbýli lækkaði hins vegar um 0,2%. Sérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans segir þróunina athyglisverða. „Þetta er fyrsta merki um að eitthvað sé að lækka í langan, langan tíma. Í fyrsta skipti í tvö ár sem það er svona lítil hækkun og í fyrsta skipti í tvö ár sem fjölbýli lækkar í verði," segir Ari Skúlason, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Tölur sýna að auglýstum fasteignum hefur fjölgað aðeins á allra síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lágmarki í vor. Auk þess hefur sölutími íbúða lengst nokkuð eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki á fyrstu mánuðum ársins. „Þetta eru smá vísbendingar um að eitthvað kunni að vera breytast," segir Ari. „Hvort við séum búin að ná botni og að við séum að fara aftur í hina áttina. Það er erfitt að segja." Hann bendir einnig á að mikil byggingastarfsemi hafi verið undanfarið þar sem hagstætt hefur verið að byggja. „Árangurinn af því fer smám saman að koma inn á markaðinn og er örugglega farið að koma inn nú þegar þannig að það bætir nú við framboðið." Breytingar virðast þannig vera í kortunum en tuttugu prósenta verðhækkunin sem hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir á þessu ári er að miklu leyti þegar komin fram. Er nú spáð mun hægari takti á næstu tveimur árum, eða átta prósent hækkun.Færast í eðlilegra horf Formaður félags fasteignasala segir sumarið vanalega vera rólegan tíma. Hins vegar hafi síðustu mánuðir verið rólegri en við var að búast. „Eftir páska ofhitnaði markaðurinn aðeins og verðin voru orðin mjög há. Hækkanir hafa verið mjög hraðar síðustu 12 mánuðina, þannig það hægði aðeins á. Það er svo sem ekkert óeðlilegt við það að fá núllstillingu á markaðinn aftur," segir Kjartan Hallgeirsson, formaður félags Fasteignasala. Hann segir breytingarnar frá vorinu nokkuð miklar þegar mikið kapphlaup var á markaðnum og algengt var að eignir seldust umsvifalaust og eftir aðeins eina stutta skoðun. „Ég held að þetta sé að færast í aðeins eðlilegra horf. Það er ekkert óeðlilegt við það að það taki nokkrar vikur að selja fasteign. Það er bara eðlilegur tími," segir Kjartan. Hann segir seljendur ekki hafa farið varhluta af umræðunni um miklar verðhækkanir. Undanfarið hafi margir búist við hærra verði en kaupendur séu tilbúnir að borga. Eignirnar hafi því staðnað á sölu ef verðið var ekki lækkað. „Auðvitað gerist það svolítið að þegar það eru svona hraðar hækkanir að einhverjar eignir hafa verið verðlagðar yfir markaðinn og búist við hærra verði en markaðurinn var tilbúinn að borga. En þess háttar réttir sig alltaf af," segir Kjartan.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira