Innlent

Verbúðin Ársól er byggð á þúsund ára gamalli fyrirmynd

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Allir eru velkomnir í Súgandafjörð þar sem hægt er að stíga nokkur skref árþúsund aftur í tímann. Við hlið verbúðarinnar má sjá rúmlega áttræðan sexæring. Nú er bara að mála bátinn og smíða bátaspil líkt og sjá má við Stöðina í næsta nágrenni.
Allir eru velkomnir í Súgandafjörð þar sem hægt er að stíga nokkur skref árþúsund aftur í tímann. Við hlið verbúðarinnar má sjá rúmlega áttræðan sexæring. Nú er bara að mála bátinn og smíða bátaspil líkt og sjá má við Stöðina í næsta nágrenni. Fornminjafélag Súgandafjarðar
Fornminjafélag Súgandafjarðar hefur lokið byggingu verbúð sem byggð er á þúsund ára gamalli fyrirmynd í Staðardal í Súgandafirði. Verbúðin hefur fengið nafnið Ársól eftir kvenfélagi sem rak réttarskála sem var á staðnum. Allt var unnið í sjálfboðavinnu.

Í sumar var byrjað að setja torfþakið.Fornminjafélag Súgandafjarðar
Bygging á verbúðinni hófst síðasta sumar og er hún staðsett á Hreggnasa. Byrjað var á því að hlaða veggi og í sumar var sett torfþak ásamt því að hurð og gaflar voru smíðaðir. Stefnt verður að því að reyna að gera verbúðina sem líkasta þeim verbúðum sem stóðu hér áður fyrr; meðal annars með því að reyna að líkja eftir svefnstæðum, gera fiskgarða og setja upp aflraunasteina.

Fjöldi gamalla tófta er á svæðinu sem sýna hvar gamlar verbúðir stóðu. Þetta uppgötvaðist þegar farið var yfir svæði með flygildi sem tók myndir úr lofthæð á meðan á byggingu verbúðarinnar stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×