Toppnum líklega náð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júlí 2017 18:08 Nýting á hótelherbergjum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman milli ára. Hægst hefur á vexti í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Icelandair hótelum var minna um bókanir með skömmum fyrirvara í júní og meira var um afbókanir hópa en á sama tíma í fyrra. Sterk staða krónunnar er líklega stór orsakavaldur. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og í byrjun þessa árs, eða 20 til 60%, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann niður í 6,1% þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um 18% á sama tíma. Greiningardeild Arion banka segir þessa framvindu vera að hluta til framhald af þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum. Þá kunni einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn kjósi í auknum mæli ódýrari gistingu líkt og í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum. Í óformlegri könnun fréttastofu mátti til dæmis finna þó nokkurn fjölda tjalda og óhefðbundra gistikosta á bókunarsíðum, bæði í borginni og utan hennar. Nýtingatölur eru þó almennt sterkar og í flestum landshlutum batnaði hún milli ára í maí. Stóra undantekningin er hins vegar höfuðborgarsvæðið, þar sem nýtingin fór úr 79,4% í 70,6%. Almennar tölur fyrir júní hafa ekki verið birtar en í nýtingartölum Icelandair hótela má þó leita vísbendinga um þróunina. Þar segir að herbergjanýting hafi verið 80% í júní samanborið við 84,5% á síðasta ári. Þá sagði í tilkynningu félagsins til Kauphallar að eftirspurn bókana með skömmum fyrirvara hafi verið minni en áætlað var ásamt því að meira hafi verið um afbókanir hópa en á sama tíma í fyrra. Greiningardeild Arion banka segir þessar nýjustu tölur um gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum, sem og ýmislegt, annað bera með sér að toppnum í vextinum sé að öllum líkindum náð. Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Hægst hefur á vexti í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Icelandair hótelum var minna um bókanir með skömmum fyrirvara í júní og meira var um afbókanir hópa en á sama tíma í fyrra. Sterk staða krónunnar er líklega stór orsakavaldur. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og í byrjun þessa árs, eða 20 til 60%, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann niður í 6,1% þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um 18% á sama tíma. Greiningardeild Arion banka segir þessa framvindu vera að hluta til framhald af þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum. Þá kunni einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn kjósi í auknum mæli ódýrari gistingu líkt og í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum. Í óformlegri könnun fréttastofu mátti til dæmis finna þó nokkurn fjölda tjalda og óhefðbundra gistikosta á bókunarsíðum, bæði í borginni og utan hennar. Nýtingatölur eru þó almennt sterkar og í flestum landshlutum batnaði hún milli ára í maí. Stóra undantekningin er hins vegar höfuðborgarsvæðið, þar sem nýtingin fór úr 79,4% í 70,6%. Almennar tölur fyrir júní hafa ekki verið birtar en í nýtingartölum Icelandair hótela má þó leita vísbendinga um þróunina. Þar segir að herbergjanýting hafi verið 80% í júní samanborið við 84,5% á síðasta ári. Þá sagði í tilkynningu félagsins til Kauphallar að eftirspurn bókana með skömmum fyrirvara hafi verið minni en áætlað var ásamt því að meira hafi verið um afbókanir hópa en á sama tíma í fyrra. Greiningardeild Arion banka segir þessar nýjustu tölur um gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum, sem og ýmislegt, annað bera með sér að toppnum í vextinum sé að öllum líkindum náð.
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira