1600 gráða heitur málmur lak eftir gólfinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 10:17 "Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum," segir Kristleifur. vísir/jói k. Bráðinn málmur flæddi úr ofni í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Málmurinn var 1600 gráða heitur en starfsmönnum tókst sjálfum að ná tökum á honum áður en slökkvilið bar að garði, að sögn Kristleifs Andréssonar, umhverfis- og öryggisstjóra verksmiðjunnar.Eldglæringar eins og af stjörnuljósum „Það sem það gerðist í nótt var að það yfirfylltist deigla, sem er ílátið sem málmurinn rennur í, þannig að málmurinn fór á gólfið. Hann er 1600 gráðu heitur þannig að þegar hann lendir á gólfinu þá gýs upp gríðarlegur reykur og það verða eldglæringar eins og af stjörnuljósum,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi verið um eiginlegan eldsvoða að ræða. Kristleifur segir hárrétt viðbrögð starfsmanna hafa skipt sköpum. „Þeir slökktu á ofninum, rýmdu bygginguna og kölluðu til viðbragðsaðila. Reykurinn hvarf fljótt og þá fóru þeir sjálfir inn og náðu tökum á málminum sjálfum.“ Aðspurður segir hann starfsfólk hafa mikla þekkingu á hvernig bregðast skuli við í aðstæðum sem þessum og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum. Bráðinn málmur er auðvitað stórhættulegur ef þú nálgast hann of mikið en menn sem þekkja aðstæður og vita hvernig málmurinn hagar sér eru ekki í hættu.“Þriðja ferðin á þremur mánuðum Um er að ræða þriðja útkall slökkviliðsins að verksmiðjunni á þremur mánuðum. Hinn 4. apríl síðastliðinn kviknaði eldur í vörubrettum og lagði þá talsverðan reyk frá kísilverinu. Tveimur vikum síðar varð mikill eldsvoði og ákvað Umhverfisstofnun þá að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Aðspurður hvort öryggismálum sé ábótavant segir Kristleifur svo ekki vera. „Það kviknaði þarna fyrst í rusli og þá tókst starfsmönnum sjálfum að slökkva eldinn. Svo kom eldsvoði en í dag varð enginn eldur. Það hefur bara orðið tjón af eldi einu sinni. Þannig að það er bara rangt að segja að það hafi orðið eldsvoði aftur og aftur.“ Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Bráðinn málmur flæddi úr ofni í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík í nótt með þeim afleiðingum að slöngur og rafmagnskaplar eyðilögðust. Málmurinn var 1600 gráða heitur en starfsmönnum tókst sjálfum að ná tökum á honum áður en slökkvilið bar að garði, að sögn Kristleifs Andréssonar, umhverfis- og öryggisstjóra verksmiðjunnar.Eldglæringar eins og af stjörnuljósum „Það sem það gerðist í nótt var að það yfirfylltist deigla, sem er ílátið sem málmurinn rennur í, þannig að málmurinn fór á gólfið. Hann er 1600 gráðu heitur þannig að þegar hann lendir á gólfinu þá gýs upp gríðarlegur reykur og það verða eldglæringar eins og af stjörnuljósum,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Hann segir að aldrei hafi verið um eiginlegan eldsvoða að ræða. Kristleifur segir hárrétt viðbrögð starfsmanna hafa skipt sköpum. „Þeir slökktu á ofninum, rýmdu bygginguna og kölluðu til viðbragðsaðila. Reykurinn hvarf fljótt og þá fóru þeir sjálfir inn og náðu tökum á málminum sjálfum.“ Aðspurður segir hann starfsfólk hafa mikla þekkingu á hvernig bregðast skuli við í aðstæðum sem þessum og því hafi engin hætta verið á ferðum. „Þetta er aðeins hættulegt ef menn hafa ekki þekkingu á aðstæðum. Bráðinn málmur er auðvitað stórhættulegur ef þú nálgast hann of mikið en menn sem þekkja aðstæður og vita hvernig málmurinn hagar sér eru ekki í hættu.“Þriðja ferðin á þremur mánuðum Um er að ræða þriðja útkall slökkviliðsins að verksmiðjunni á þremur mánuðum. Hinn 4. apríl síðastliðinn kviknaði eldur í vörubrettum og lagði þá talsverðan reyk frá kísilverinu. Tveimur vikum síðar varð mikill eldsvoði og ákvað Umhverfisstofnun þá að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Aðspurður hvort öryggismálum sé ábótavant segir Kristleifur svo ekki vera. „Það kviknaði þarna fyrst í rusli og þá tókst starfsmönnum sjálfum að slökkva eldinn. Svo kom eldsvoði en í dag varð enginn eldur. Það hefur bara orðið tjón af eldi einu sinni. Þannig að það er bara rangt að segja að það hafi orðið eldsvoði aftur og aftur.“
Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Eldur kviknaði í United Silicon Mikinn reyk barst frá eldinum og þurftu starfsmennirnir frá að hörfa. 17. júlí 2017 04:19
Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47