Óeðlilegt að fólk komist upp með dýraníð með því að flýja land Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 20:41 Atvikið átti sér stað skammt frá bænum Núpi í Berufirði, en bæinn má sjá hægra megin á þessari mynd. Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“ Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“
Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30
Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21
Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09