Yfir 30 milljónir króna safnast til styrktar Nuugaatsiaq Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2017 06:00 Rúmlega þrjátíu milljónir króna hafa nú safnast í átakinu Vinátta í verki en söfnunin hefur nú staðið yfir í tólf daga. Safnað er til styrktar íbúum í grænlenska þorpinuu Nuugaatsiaq en flóðbylgja, orsökuð af berghruni, skall á bænum 18. júní síðastliðinn. Fjórir týndu lífi í flóðbylgjunni og gríðarlegt eignatjón varð í Nuugaatsiaq vegna hennar. Forsætisráðherra Grænlands, Kim Nielsen, hefur lýst því yfir að þorpið verði mannlaust í ár hið minnsta vegna hamfaranna. „Í gær söfnuðust 600 þúsund krónur á Flateyri en íbúar þar vildu þakka stuðninginn sem Grænlendingar sýndu í kjölfar snjóflóðanna árið 1995,“ segir Hrafn Jökulsson, upphafsmaður Vináttu í verki. Vika er síðan Hrafn hóf að safna. „Næsta vika verður helguð því að fá öll 74 sveitarfélög landsins til að sýna vináttu í verki,“ segir hann. Hrafn segir að það liggi ekki fyrir hvenær söfnuninni ljúki. Hún muni halda áfram út þessa viku og lengur, ef þörf krefur, til að ná 50 milljóna króna markinu sem sett var í upphafi. „Peningarnir eru samt aukaatriði. Vináttan er það sem mestu máli skiptir,“ segir Hrafn. Hann segir einnig óvíst hvernig fénu verði komið til Grænlands enda óvissa um til hvaða aðgerða stjórnvöld ytra ætli að grípa. „En það er alveg ljóst að hver króna sem safnast mun renna til fórnarlambanna. Það verður gert í samráði við fólkið sjálft og hjálparsamtök á svæðinu,“ segir Hrafn.Reikningsnúmer Vináttu í verki0334-26-056200, kennitala 450670-0499 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Rúmlega þrjátíu milljónir króna hafa nú safnast í átakinu Vinátta í verki en söfnunin hefur nú staðið yfir í tólf daga. Safnað er til styrktar íbúum í grænlenska þorpinuu Nuugaatsiaq en flóðbylgja, orsökuð af berghruni, skall á bænum 18. júní síðastliðinn. Fjórir týndu lífi í flóðbylgjunni og gríðarlegt eignatjón varð í Nuugaatsiaq vegna hennar. Forsætisráðherra Grænlands, Kim Nielsen, hefur lýst því yfir að þorpið verði mannlaust í ár hið minnsta vegna hamfaranna. „Í gær söfnuðust 600 þúsund krónur á Flateyri en íbúar þar vildu þakka stuðninginn sem Grænlendingar sýndu í kjölfar snjóflóðanna árið 1995,“ segir Hrafn Jökulsson, upphafsmaður Vináttu í verki. Vika er síðan Hrafn hóf að safna. „Næsta vika verður helguð því að fá öll 74 sveitarfélög landsins til að sýna vináttu í verki,“ segir hann. Hrafn segir að það liggi ekki fyrir hvenær söfnuninni ljúki. Hún muni halda áfram út þessa viku og lengur, ef þörf krefur, til að ná 50 milljóna króna markinu sem sett var í upphafi. „Peningarnir eru samt aukaatriði. Vináttan er það sem mestu máli skiptir,“ segir Hrafn. Hann segir einnig óvíst hvernig fénu verði komið til Grænlands enda óvissa um til hvaða aðgerða stjórnvöld ytra ætli að grípa. „En það er alveg ljóst að hver króna sem safnast mun renna til fórnarlambanna. Það verður gert í samráði við fólkið sjálft og hjálparsamtök á svæðinu,“ segir Hrafn.Reikningsnúmer Vináttu í verki0334-26-056200, kennitala 450670-0499
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira