Yfir 30 milljónir króna safnast til styrktar Nuugaatsiaq Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2017 06:00 Rúmlega þrjátíu milljónir króna hafa nú safnast í átakinu Vinátta í verki en söfnunin hefur nú staðið yfir í tólf daga. Safnað er til styrktar íbúum í grænlenska þorpinuu Nuugaatsiaq en flóðbylgja, orsökuð af berghruni, skall á bænum 18. júní síðastliðinn. Fjórir týndu lífi í flóðbylgjunni og gríðarlegt eignatjón varð í Nuugaatsiaq vegna hennar. Forsætisráðherra Grænlands, Kim Nielsen, hefur lýst því yfir að þorpið verði mannlaust í ár hið minnsta vegna hamfaranna. „Í gær söfnuðust 600 þúsund krónur á Flateyri en íbúar þar vildu þakka stuðninginn sem Grænlendingar sýndu í kjölfar snjóflóðanna árið 1995,“ segir Hrafn Jökulsson, upphafsmaður Vináttu í verki. Vika er síðan Hrafn hóf að safna. „Næsta vika verður helguð því að fá öll 74 sveitarfélög landsins til að sýna vináttu í verki,“ segir hann. Hrafn segir að það liggi ekki fyrir hvenær söfnuninni ljúki. Hún muni halda áfram út þessa viku og lengur, ef þörf krefur, til að ná 50 milljóna króna markinu sem sett var í upphafi. „Peningarnir eru samt aukaatriði. Vináttan er það sem mestu máli skiptir,“ segir Hrafn. Hann segir einnig óvíst hvernig fénu verði komið til Grænlands enda óvissa um til hvaða aðgerða stjórnvöld ytra ætli að grípa. „En það er alveg ljóst að hver króna sem safnast mun renna til fórnarlambanna. Það verður gert í samráði við fólkið sjálft og hjálparsamtök á svæðinu,“ segir Hrafn.Reikningsnúmer Vináttu í verki0334-26-056200, kennitala 450670-0499 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Rúmlega þrjátíu milljónir króna hafa nú safnast í átakinu Vinátta í verki en söfnunin hefur nú staðið yfir í tólf daga. Safnað er til styrktar íbúum í grænlenska þorpinuu Nuugaatsiaq en flóðbylgja, orsökuð af berghruni, skall á bænum 18. júní síðastliðinn. Fjórir týndu lífi í flóðbylgjunni og gríðarlegt eignatjón varð í Nuugaatsiaq vegna hennar. Forsætisráðherra Grænlands, Kim Nielsen, hefur lýst því yfir að þorpið verði mannlaust í ár hið minnsta vegna hamfaranna. „Í gær söfnuðust 600 þúsund krónur á Flateyri en íbúar þar vildu þakka stuðninginn sem Grænlendingar sýndu í kjölfar snjóflóðanna árið 1995,“ segir Hrafn Jökulsson, upphafsmaður Vináttu í verki. Vika er síðan Hrafn hóf að safna. „Næsta vika verður helguð því að fá öll 74 sveitarfélög landsins til að sýna vináttu í verki,“ segir hann. Hrafn segir að það liggi ekki fyrir hvenær söfnuninni ljúki. Hún muni halda áfram út þessa viku og lengur, ef þörf krefur, til að ná 50 milljóna króna markinu sem sett var í upphafi. „Peningarnir eru samt aukaatriði. Vináttan er það sem mestu máli skiptir,“ segir Hrafn. Hann segir einnig óvíst hvernig fénu verði komið til Grænlands enda óvissa um til hvaða aðgerða stjórnvöld ytra ætli að grípa. „En það er alveg ljóst að hver króna sem safnast mun renna til fórnarlambanna. Það verður gert í samráði við fólkið sjálft og hjálparsamtök á svæðinu,“ segir Hrafn.Reikningsnúmer Vináttu í verki0334-26-056200, kennitala 450670-0499
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira