MR-ingar auglýsa sjálfir eftir nýjum rektor Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2017 08:51 Nemendur Menntaskólans í Reykjavík eru langþreyttir á ástandinu. Vísir/Stefán Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík auglýsti sjálft stöðu rektors lausa til umsóknar í atvinnuauglýsingum Fréttablaðsins í morgun. Formaður skólafélagsins segir nemendur hafa ákveðið að grípa sjálfir til aðgerða og vekja athygli á viðbragðaleysi menntamálaráðherra í málinu.Elín María Árnadóttir, inspector scholae.Yngvi Pétursson, núverandi rektor MR, lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi en staða rektors hefur enn ekki verið formlega auglýst laus. Elín María Árnadóttir, formaður skólafélags MR, segir í samtali við Vísi að engar skýringar hafi borist frá menntamálaráðuneytinu. „Undir eðlilegum kringumstæðum hefði Menntamálaráðuneytið strax farið í það verk að finna eftirmann hans. Það hefur þó ekki verið gert. Staðan hefur ekki enn verið auglýst og hvorki skólastjórn, kennarar né nemendur hafa fengið svör frá ráðuneytinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.“ Í auglýsingunni, sem birtist í morgun á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins í flokknum „Atvinna“, eru umsækjendur beðnir að senda umsóknir sínar á netfang menntamálaráðherra. Í auglýsingunni, sem sjá má hér að neðan, segir: „Skólafélag MR auglýsir lausa til umsóknar stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík. Umsóknir skulu sendar á netfangið kristjanj@althingi.is sem allra fyrst.“Auglýsingin sem MR-ingar létu birta í Fréttablaðinu í morgun.SkjáskotElín María segir nemendur og starfsfólk skólans langþreytt á ástandinu og hafi því ákveðið að grípa til aðgerða. Þá sé auglýsingunni einnig ætlað að aðstoða ráðherra við verkefnið – ef ske kynni að hann hefði ekki úr viðeigandi verkfærum að moða. „Vandamálið gæti auðvitað verið það að ráðherra hefur einfaldlega ekki fundið grafískan hönnuð til að útbúa auglýsingu fyrir sig. Þess vegna ákváðum við að hjálpa honum og auglýstum fyrir hann í Fréttablaðinu í dag.“ Tengdar fréttir Ekki á dagskrá að sameina MR og Kvennó Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, segir að ekkert sé til í vangaveltum um að sameina eigi Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. 27. júní 2017 13:15 MR-ingar mótmæla: „Ráðning rektors á að vera fagleg en ekki hluti af einhverjum pólítískum leik“ Fomaður Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík segir ótækt að staða rektors hafi ekki verið auglýst. Hún segir ástandið til marks um stærra vandamál. 28. júní 2017 16:15 Óttast sameiningu MR og Kvennaskóla Staða rektors Menntaskólans í Reykjavík hefur ekki verið auglýst. Meira en mánuður síðan núverandi rektor tilkynnti um starfslok sín. Fyrrverandi rektor MR óttast frekari skólasameiningar. 27. júní 2017 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík auglýsti sjálft stöðu rektors lausa til umsóknar í atvinnuauglýsingum Fréttablaðsins í morgun. Formaður skólafélagsins segir nemendur hafa ákveðið að grípa sjálfir til aðgerða og vekja athygli á viðbragðaleysi menntamálaráðherra í málinu.Elín María Árnadóttir, inspector scholae.Yngvi Pétursson, núverandi rektor MR, lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi en staða rektors hefur enn ekki verið formlega auglýst laus. Elín María Árnadóttir, formaður skólafélags MR, segir í samtali við Vísi að engar skýringar hafi borist frá menntamálaráðuneytinu. „Undir eðlilegum kringumstæðum hefði Menntamálaráðuneytið strax farið í það verk að finna eftirmann hans. Það hefur þó ekki verið gert. Staðan hefur ekki enn verið auglýst og hvorki skólastjórn, kennarar né nemendur hafa fengið svör frá ráðuneytinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.“ Í auglýsingunni, sem birtist í morgun á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins í flokknum „Atvinna“, eru umsækjendur beðnir að senda umsóknir sínar á netfang menntamálaráðherra. Í auglýsingunni, sem sjá má hér að neðan, segir: „Skólafélag MR auglýsir lausa til umsóknar stöðu rektors Menntaskólans í Reykjavík. Umsóknir skulu sendar á netfangið kristjanj@althingi.is sem allra fyrst.“Auglýsingin sem MR-ingar létu birta í Fréttablaðinu í morgun.SkjáskotElín María segir nemendur og starfsfólk skólans langþreytt á ástandinu og hafi því ákveðið að grípa til aðgerða. Þá sé auglýsingunni einnig ætlað að aðstoða ráðherra við verkefnið – ef ske kynni að hann hefði ekki úr viðeigandi verkfærum að moða. „Vandamálið gæti auðvitað verið það að ráðherra hefur einfaldlega ekki fundið grafískan hönnuð til að útbúa auglýsingu fyrir sig. Þess vegna ákváðum við að hjálpa honum og auglýstum fyrir hann í Fréttablaðinu í dag.“
Tengdar fréttir Ekki á dagskrá að sameina MR og Kvennó Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, segir að ekkert sé til í vangaveltum um að sameina eigi Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. 27. júní 2017 13:15 MR-ingar mótmæla: „Ráðning rektors á að vera fagleg en ekki hluti af einhverjum pólítískum leik“ Fomaður Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík segir ótækt að staða rektors hafi ekki verið auglýst. Hún segir ástandið til marks um stærra vandamál. 28. júní 2017 16:15 Óttast sameiningu MR og Kvennaskóla Staða rektors Menntaskólans í Reykjavík hefur ekki verið auglýst. Meira en mánuður síðan núverandi rektor tilkynnti um starfslok sín. Fyrrverandi rektor MR óttast frekari skólasameiningar. 27. júní 2017 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ekki á dagskrá að sameina MR og Kvennó Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, segir að ekkert sé til í vangaveltum um að sameina eigi Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. 27. júní 2017 13:15
MR-ingar mótmæla: „Ráðning rektors á að vera fagleg en ekki hluti af einhverjum pólítískum leik“ Fomaður Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík segir ótækt að staða rektors hafi ekki verið auglýst. Hún segir ástandið til marks um stærra vandamál. 28. júní 2017 16:15
Óttast sameiningu MR og Kvennaskóla Staða rektors Menntaskólans í Reykjavík hefur ekki verið auglýst. Meira en mánuður síðan núverandi rektor tilkynnti um starfslok sín. Fyrrverandi rektor MR óttast frekari skólasameiningar. 27. júní 2017 06:00