Óttast sameiningu MR og Kvennaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. júní 2017 06:00 Frá innvígslu nemenda í MR. Linda Rós segir þó nokkra foreldra og nemendur hafa hringt í sig til að forvitnast um framtíðina. vísir/stefán „Þetta er þvílík vanvirðing gagnvart 900 manna stofnun að það er alveg með ólíkindum,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði jafnframt sem rektor skólans og konrektor um tíma. Linda gagnrýnir harðlega að menntamálaráðuneytið hafi enn ekki auglýst starf rektors MR, þótt meira en mánuður sé liðinn frá því að Yngi Pétursson, fráfarandi rektor, sagðist mundu láta af starfinu. Linda Rós segist hafa fengið þó nokkuð af hringingum frá nemendum og foreldrum sem vilji vita hver muni stýra skólastarfinu í MR. „Ég bara hefði gaman af að vita hvaða svar ráðherra hefur við því hvaða tilgangur er með því að halda fólki í óvissu,“ segir Linda og bætir við að seinagangurinn komi niður á velferð nemenda. „Mig grunar að það sé verið að gera enn eina tilraunina til að sameina skólana og gera stóran skóla,“ segir Linda Rós. Það yrði þá hugsanlega sameining Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans í Reykjavík. Það yrði „enn eitt stórslysið“ í menntakerfinu. Fréttablaðið spurði menntamálaráðuneytið í síðustu viku hvers vegna staða rektors í MR hefði ekki verið auglýst. Ráðuneytið segir málið í vinnslu þar og óljóst hvenær auglýst verður. Ef ekki verði búið að skipa nýjan skólameistara fyrir haustið þá gegni einhver annar starfinu fyrir hann, til dæmis aðstoðarskólameistari, þar til nýr verður ráðinn. Skólasetning verður 17. ágúst næstkomandi. Fyrirhuguð sameining Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans hefur sætt mikilli gagnrýni starfsmanna fyrrnefnds skóla. Engar upplýsingar fengust um framvindu sameiningarinnar þegar Fréttablaðið spurði eftir þeim í gær. Linda Rós gagnrýnir framkomu ráðuneytisins gagnvart starfsfólki og nemendum FÁ. „Skólinn er með mjög blandað kerfi og marga nemendur sem þola illa óvissu. Svo er náttúrlega kennarastéttin og starfsfólk fyrir utan kennara. Það er komið núna að mánaðamótum júní og júlí og þau vita ekkert hvað verður,“ segir Linda Rós. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
„Þetta er þvílík vanvirðing gagnvart 900 manna stofnun að það er alveg með ólíkindum,“ segir Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði jafnframt sem rektor skólans og konrektor um tíma. Linda gagnrýnir harðlega að menntamálaráðuneytið hafi enn ekki auglýst starf rektors MR, þótt meira en mánuður sé liðinn frá því að Yngi Pétursson, fráfarandi rektor, sagðist mundu láta af starfinu. Linda Rós segist hafa fengið þó nokkuð af hringingum frá nemendum og foreldrum sem vilji vita hver muni stýra skólastarfinu í MR. „Ég bara hefði gaman af að vita hvaða svar ráðherra hefur við því hvaða tilgangur er með því að halda fólki í óvissu,“ segir Linda og bætir við að seinagangurinn komi niður á velferð nemenda. „Mig grunar að það sé verið að gera enn eina tilraunina til að sameina skólana og gera stóran skóla,“ segir Linda Rós. Það yrði þá hugsanlega sameining Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans í Reykjavík. Það yrði „enn eitt stórslysið“ í menntakerfinu. Fréttablaðið spurði menntamálaráðuneytið í síðustu viku hvers vegna staða rektors í MR hefði ekki verið auglýst. Ráðuneytið segir málið í vinnslu þar og óljóst hvenær auglýst verður. Ef ekki verði búið að skipa nýjan skólameistara fyrir haustið þá gegni einhver annar starfinu fyrir hann, til dæmis aðstoðarskólameistari, þar til nýr verður ráðinn. Skólasetning verður 17. ágúst næstkomandi. Fyrirhuguð sameining Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans hefur sætt mikilli gagnrýni starfsmanna fyrrnefnds skóla. Engar upplýsingar fengust um framvindu sameiningarinnar þegar Fréttablaðið spurði eftir þeim í gær. Linda Rós gagnrýnir framkomu ráðuneytisins gagnvart starfsfólki og nemendum FÁ. „Skólinn er með mjög blandað kerfi og marga nemendur sem þola illa óvissu. Svo er náttúrlega kennarastéttin og starfsfólk fyrir utan kennara. Það er komið núna að mánaðamótum júní og júlí og þau vita ekkert hvað verður,“ segir Linda Rós.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent