Hildur frumsýnir nýtt myndband: „Búið að vera fáránlega gott ár“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2017 11:30 Hildur er ein vinsælasta söngkona landsins. Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag tónlistarmyndband sitt við lagið Full of You. Lagið er af stuttskífu Hildar Heart to Heart sem kom út nýlega. Myndbandið var gert af þeim Baldvini Vernharðssyni og Herði Frey Brynjarssyni sem saman mynda Eyk Studio. Í myndbandinu gefur að sjá danshópinn GRRRRLS fara á kostum - en allir meðlimir hópsins eru á aldrinum 14-16 ára. Hildur var staðráðin í að fá þær til þess að koma fram í tónlistarmyndbandi sínu eftir að hún sá danssýningu þeirra í Tjarnarbíói. „Ég fór á danssýninguna GRRRLS sem sett var upp í tengslum við Reykjavík Dance Festival og heillaðist alveg, enda eru þær allar á aldrinum 14-16 ára og það er eitthvað svo fáránlega kúl við þær. Þær eru mjög einlægar og flottar og ekki að reyna að vera neitt annað en þær eru. Verkið rifjaði upp fyrir mér fullt af tilfinningum frá því ég var unglingsstelpa,“ segir söngkonan. Danshöfundurinn og höfundur verksins GRRRLS Ásrún Magnúsdóttir samdi dansinn með stelpunum og staðfærðu þær einn dansinn úr sýningunni að lagi Hildar. Myndbandið var tekið upp í Tjarnarbíói. „Stelpurnar stóðu sig frábærlega og öll framkvæmd gekk eins og smurð vél. Útkoman var svo algjörlega mögnuð og finnst mér stelpurnar og dansinn þeirra taka lagið algjörlega á næsta stig.“ Framundan hjá Hildi er margt á dagskrá. „Akkúrat núna er ég í fríi í Serbíu en á næstu vikum er nóg að gera, Þjóðhátíð í fyrsta skipti, fullt af öðrum tónleikum og ný tónlist. Þetta er búið að vera fáránlega gott ár og það verður bara betra.“ Hér að neðan má sjá myndbandið nýja. Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Sigur Rós í Handmaids Tale Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur frumsýnir í dag tónlistarmyndband sitt við lagið Full of You. Lagið er af stuttskífu Hildar Heart to Heart sem kom út nýlega. Myndbandið var gert af þeim Baldvini Vernharðssyni og Herði Frey Brynjarssyni sem saman mynda Eyk Studio. Í myndbandinu gefur að sjá danshópinn GRRRRLS fara á kostum - en allir meðlimir hópsins eru á aldrinum 14-16 ára. Hildur var staðráðin í að fá þær til þess að koma fram í tónlistarmyndbandi sínu eftir að hún sá danssýningu þeirra í Tjarnarbíói. „Ég fór á danssýninguna GRRRLS sem sett var upp í tengslum við Reykjavík Dance Festival og heillaðist alveg, enda eru þær allar á aldrinum 14-16 ára og það er eitthvað svo fáránlega kúl við þær. Þær eru mjög einlægar og flottar og ekki að reyna að vera neitt annað en þær eru. Verkið rifjaði upp fyrir mér fullt af tilfinningum frá því ég var unglingsstelpa,“ segir söngkonan. Danshöfundurinn og höfundur verksins GRRRLS Ásrún Magnúsdóttir samdi dansinn með stelpunum og staðfærðu þær einn dansinn úr sýningunni að lagi Hildar. Myndbandið var tekið upp í Tjarnarbíói. „Stelpurnar stóðu sig frábærlega og öll framkvæmd gekk eins og smurð vél. Útkoman var svo algjörlega mögnuð og finnst mér stelpurnar og dansinn þeirra taka lagið algjörlega á næsta stig.“ Framundan hjá Hildi er margt á dagskrá. „Akkúrat núna er ég í fríi í Serbíu en á næstu vikum er nóg að gera, Þjóðhátíð í fyrsta skipti, fullt af öðrum tónleikum og ný tónlist. Þetta er búið að vera fáránlega gott ár og það verður bara betra.“ Hér að neðan má sjá myndbandið nýja.
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Sigur Rós í Handmaids Tale Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira