Konur senda Fabrikkunni hamborgarauppskriftir Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2017 11:00 Kvenborgararnir eru meðal annars úr smiðju Sóleyjar Tómasdóttur, Sölku Sólar Eyfeld og Bylgju Babýlons. Vísir/Samsett Íslenskar konur keppast nú við að semja uppskriftir að nýjum hamborgurum á matseðil Hamborgarafabrikkunnar. Veitingastaðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna hamborgara sína nær einungis í höfuðið á körlum en einn eigenda Fabrikkunnar sagði í samtali við Vísi í gær að nöfn borgaranna vísuðu iðulega í höfunda uppskriftanna. Sigmar Vilhjálmsson svaraði gagnrýni um skort á konum á matseðli Fabrikkunnar meðal annars á þann veg að fyrirtækið hafi það til hliðsjónar, þegar kemur að nafngiftum á hamborgurum, að uppskriftirnar komi frá mönnunum sjálfum. „Uppskriftin að Stóra BÓ kom frá Björgvini Halldórssyni, uppskriftin frá Hemma kom frá Hemma og uppskriftin frá Aroni kom frá Aroni, þannig að þetta er ekki eins og við séum að setja saman hamborgara og gefa honum nafn heldur eru þetta hamborgaraáhugamenn sem eiga sér sinn uppáhalds hamborgara, sem þeir deila með okkur,“ sagði Sigmar í viðtali við Vísi í gær. „Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim.“ Íslenskar konur tóku Sigmar á orðinu en þær hafa margar lagt til sínar eigin uppskriftir auk hugmynda að konum sem væru vænlegar til borgarasmíða. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á meðal þeirra sem tók málin í sínar hendur en sjálf er hún vanur pítsuhönnuður fyrir Dominos.Sendi geggjaða uppskrift á Fabrikkuna. Ég er svo dugleg — Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 5, 2017 Þá leggur Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bæði til konurnar og nöfnin.Forsetinn - Vigdís. Skörungurinn - Bríet. Diskódívan - Helga Möller. Matgæðingurinn - Nanna Rögnvaldar. Bara byrjunin sko #húnborgarinn— Silja Bára (@siljabara) July 5, 2017 Grínistinn Bylgja Babýlons vill franskar í sinn hamborgara.Okey @fabrikkan skrifið þetta niður: kjúlli, beikon, sveppir, gráðostur, gráðostasósa og franskar á milli.— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) July 5, 2017 Greinilegt er að Sóleyjar-Tómasdóttur-borgarinn, að mati Sóleyjar sjálfrar, yrði öllu matarmeiri en borgari Hildar Lilliendahl.Sóley Tómasdóttir: Fullt af kjöti, beikoni og bernes. Hildur Lilliendahl: Röspuð gulrót á salatbeði. #húnborgarinn— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) July 5, 2017 Hægt er að nálgast fleiri hamborgarauppskriftir undir myllumerkinu #húnborgarinn á Twitter. Hæ @fabrikkan. Ég er spennt fyrir hamborgara í höfuðið á mér. Ca 20 màn í að ég skili doktorsritgerð. Gætum launchað Dr. Law borgaranum þá? https://t.co/VIyrb97fhj— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) July 5, 2017 Ef að ég væri nógu þekkt og @fabrikkan myndi vilja nefna borgara eftir mér væri það kjúlli+brie+portobello+alioli+basilíka #húnborgarinn— Inga Auðbjörg (@ingaausa) July 5, 2017 Tengdar fréttir Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Íslenskar konur keppast nú við að semja uppskriftir að nýjum hamborgurum á matseðil Hamborgarafabrikkunnar. Veitingastaðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna hamborgara sína nær einungis í höfuðið á körlum en einn eigenda Fabrikkunnar sagði í samtali við Vísi í gær að nöfn borgaranna vísuðu iðulega í höfunda uppskriftanna. Sigmar Vilhjálmsson svaraði gagnrýni um skort á konum á matseðli Fabrikkunnar meðal annars á þann veg að fyrirtækið hafi það til hliðsjónar, þegar kemur að nafngiftum á hamborgurum, að uppskriftirnar komi frá mönnunum sjálfum. „Uppskriftin að Stóra BÓ kom frá Björgvini Halldórssyni, uppskriftin frá Hemma kom frá Hemma og uppskriftin frá Aroni kom frá Aroni, þannig að þetta er ekki eins og við séum að setja saman hamborgara og gefa honum nafn heldur eru þetta hamborgaraáhugamenn sem eiga sér sinn uppáhalds hamborgara, sem þeir deila með okkur,“ sagði Sigmar í viðtali við Vísi í gær. „Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim.“ Íslenskar konur tóku Sigmar á orðinu en þær hafa margar lagt til sínar eigin uppskriftir auk hugmynda að konum sem væru vænlegar til borgarasmíða. Söngkonan Salka Sól Eyfeld var á meðal þeirra sem tók málin í sínar hendur en sjálf er hún vanur pítsuhönnuður fyrir Dominos.Sendi geggjaða uppskrift á Fabrikkuna. Ég er svo dugleg — Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) July 5, 2017 Þá leggur Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bæði til konurnar og nöfnin.Forsetinn - Vigdís. Skörungurinn - Bríet. Diskódívan - Helga Möller. Matgæðingurinn - Nanna Rögnvaldar. Bara byrjunin sko #húnborgarinn— Silja Bára (@siljabara) July 5, 2017 Grínistinn Bylgja Babýlons vill franskar í sinn hamborgara.Okey @fabrikkan skrifið þetta niður: kjúlli, beikon, sveppir, gráðostur, gráðostasósa og franskar á milli.— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) July 5, 2017 Greinilegt er að Sóleyjar-Tómasdóttur-borgarinn, að mati Sóleyjar sjálfrar, yrði öllu matarmeiri en borgari Hildar Lilliendahl.Sóley Tómasdóttir: Fullt af kjöti, beikoni og bernes. Hildur Lilliendahl: Röspuð gulrót á salatbeði. #húnborgarinn— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) July 5, 2017 Hægt er að nálgast fleiri hamborgarauppskriftir undir myllumerkinu #húnborgarinn á Twitter. Hæ @fabrikkan. Ég er spennt fyrir hamborgara í höfuðið á mér. Ca 20 màn í að ég skili doktorsritgerð. Gætum launchað Dr. Law borgaranum þá? https://t.co/VIyrb97fhj— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) July 5, 2017 Ef að ég væri nógu þekkt og @fabrikkan myndi vilja nefna borgara eftir mér væri það kjúlli+brie+portobello+alioli+basilíka #húnborgarinn— Inga Auðbjörg (@ingaausa) July 5, 2017
Tengdar fréttir Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fárveik í París Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs. 5. júlí 2017 13:30