Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök um Reykjavíkurflugvöll Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 13:10 Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira
Borgarstjóri segir sjálfstæðismenn komna í innanflokksátök vegna Reykjavíkurflugvallar og saki hluti flokksmanna ráðherra flokksins um að hafa ekki farið að góðum stjórnsýsluháttum við lokun minnstu flugbrautarinnar á flugvellinum. Borgarráð fjallaði í morgun um tillögu oddvita Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdraganda lokunarinnar. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefði beint því til Ríkisendurskoðunar að skoða stjórnsýsluna í aðdraganda þess að flugbrautinni var lokað á síðasta ári. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni og frammámaður í samtökunum Hjarað í Vatnsmýri, sem hafa beitt sér fyrir að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni, gerir athugasemdir við að fyrst hafi verið auglýst að flugbrautinni yrði lokað tímabundið. Því sé vafi á að ríkinu hafi verið heimilt að selja Reykjavíkurborg hluta af landi ríkisins á flugvallarsvæðinu. „Stórpólitísku tíðindin í þessu eru væntanlega þau að þetta er orðið einhvers konar innanflokksmál í Sjálfstæðisflokknum. Því Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru eru fyrst og fremst að beina sjónum að tveimur ráðherrum. Annars vegar að Ólöfu heitinni Nordal og síðan Bjarna Benediktssyni sem var fjármálaráðherra og núna forsætisráðherra – og þeirra hlut í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Erfitt væri að átta sig á hvert þessi leiðangur ætti að leiða.Hæstiréttur komst að skýrri niðurstöðu Nú fara sjálfstæðismenn í borgarstjórn fram með sama hætti og flokksfélagar þeirra á Alþingi. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefur lagt fram tillögu um að endurskoðun borgarinnar rannsaki aðdragandann að lokun flugbrautarinnar. Tillagan var tekin fyrir á reglulegum borgarráðsfundi sem hófst í morgun og lauk klukkan eitt. Þegar ríkið lokaði ekki flugbrautinni eins og borgin taldi samkomulag hennar við ríkið fela í sér í fyrra, kærði borgin ríkið í innanríkisráðherratíð Ólafar heitinnar Nordal. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og síðan Hæstiréttur Íslands dæmdu að loka skyldi flugbrautinni innan sextán vikna og voru borginni dæmdar tvær milljónir króna vegna málsins. „Hæstiréttur fékk auðvitað öll gögn málsins sem rekja sig langt aftur og komst að mjög skýrri niðurstöðu. Bæði varðandi aðgerðir borgarinnar og ríkisins. Ríkið var í vanefndum við skýra samninga. Dómsorðin voru þau að þá þyrfti að efna. Flestir litu nú þannig á að að Hæstiréttur hefði þar með kveðið upp síðasta orðið í þessu máli,“ segir borgarstjóri. Sjálfstæðismenn séu fyrst og fremst að efna til átaka í eigin röðum og velta því fyrir sér hver þeirra beri mesta ábyrgð á því hvernig fór. „Eina rannsóknarefnið í þessu er hugsanlega þáttur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Sem samþykkti alla samninga um þessi mál í næstum því tíu ár. Tók þessa flugbraut af aðalskipulagi í samvinnu við Framsóknarflokkinn árið 2007. En hringsnýst núna og veit ekki í hvaða fót hann á að stíga í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Frábær þjóðbúningamessu í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Sjá meira