Innlent

Verzló, FG og Kvennó vinsælustu framhaldsskólarnir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kvennó, FG og Verzló eru þrír vinsælustu framhaldsskólarnir hjá nýnemum næsta haust.
Kvennó, FG og Verzló eru þrír vinsælustu framhaldsskólarnir hjá nýnemum næsta haust.

Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Kvennaskólinn í Reykjavíku eru þrír vinsælustu framhaldsskólarnir hjá nýnemum sem hefja nám í framhaldsskóla næsta haust. Alls bárust 610 umsóknir um skólavist í Verzló, þar af voru 435 sem settu skólann sem fyrsta val. 280 nemendur komast inn í skólann.

Þá bárust FG alls 584 umsóknir, þar af voru 217 sem settu skólann sem fyrsta val, en 186 nýnemar voru innritaðir í skólann. 573 sóttu um skólavist í Kvennó, þar af 257 sem fyrsta val, en 204 nýnemar hefja nám í skólanum í haust.

Þetta sýna tölur frá Menntamálastofnun sem heldur utan um innritun í skólana en í samantekt stofnunarinnar kemur fram að alls hafi 4.012 nýnemar sótt um skólavist að þessu sinni. Það gera 98,3 prósent allra þeirra sem útskrifuðust úr grunnskóla í vor.

82 nemendur fengu ekki skólavist í þeim skólum sem þeir óskuðu eftir
Líkt og undanfarin ár gátu nemendur sótt um tvo skóla og fengu tæplega 88 prósent umsækjenda skólavist í þeim skóla sem þeir settu sem fyrsta val.

Þá fengu 10 prósent nemenda skólavist í þeim skóla sem þeir settu í annað val en alls voru 82 nemendur, eða 2 prósent, sem fengu ekki skólavist í þeim skólum sem þeir höfðu óskað eftir. Menntamálastofnun útvegaði þeim skólavist í þriðja skólanum en flestir þessara nemenda uppfylltu ekki inntökuskilyrði í það nám sem þeir sóttu um.

Tölfræðin yfir vinsælustu skólana sýnir að vinsælustu skólarnir þurfa allir að vísa fjölda nemenda frá sem vilja sækja þar nám. Þannig er MH fjórði vinsælasti skólinn með alls 570 umsóknir en innritaðir nýnemar eru 300 talsins. Þá er Borgarholtsskóli fimmti vinsælasti skólinn með alls 539 umsóknir, þar af 260 nemendur sem settu skólann sem fyrsta val, en skólinn innritar 280 nýnema líkt og Verzló.

Hér að neðan má sjá graf sem sýnir tölfræði fyrir tíu vinsælustu framhaldsskóla landsins miðað við umsóknir nýnema fyrir næsta skólaár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.