Fjölskylduföðurnum vísað úr landi: „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2017 20:00 Regína, eiginkona Eugene. Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira