Fjölskylduföðurnum vísað úr landi: „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2017 20:00 Regína, eiginkona Eugene. Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira