Nýja flugstöðin í Vatnsmýri fer öfugt ofan í suma stjórnarliða Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júní 2017 07:00 Mikill styr hefur staðið um flugvöllinn í Vatnsmýri undanfarin ár og enginn einhugur er um málið. VÍSIR/VILHELM Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni á næsta ári. Morgunblaðið greindi frá því í gærmorgun að Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vonaðist til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Slíkar framkvæmdir má þó ekki finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Jón hyggst skipa nýjan starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. Áður hafði slíkur hópur í svonefndri Rögnunefnd komist að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri álitlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Að mati Jóns er miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÞingmenn og ráðherrar úr samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins eru ekki allir hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýri. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að Jón hafi ekki borið áformin undir neina Viðreisnarmenn svo hann viti. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. „Ég ætlast til að fólk vinni eftir þeim sáttmála sem lagður er fyrir ríkisstjórnina. Annars er fólk að fara fram úr sínu umboði,“ segir Björt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að borgin þurfi að gefa leyfi fyrir þessum framkvæmdum. „Þetta þarf að vera í samræmi við skipulag. Við erum búin að breyta skipulagi þannig að þetta sé hægt en það er með þeim skilyrðum að þetta séu byggingar sem auðvelt er að færa og borgin mun ekki lenda í einhverri bótaskyldu ef skipulag breytist. Björt ÓlafsdóttirMér finnst mestu skipta að það sé að komast hreyfing á málið. Borgin hefur kallað eftir að það verði tekin afstaða á grundvelli niðurstöðu Rögnunefndar sem dregur fram góðan kost í flugvallarmálum,“ segir Dagur sem finnst fyllilega tímabært að ríkið, Reykjavíkurborg, flugrekstraraðilar og fleiri setjist yfir niðurstöður nefndarinnar. „Nú hef ég ekki séð neinar hugmyndir að erindisbréfi eða verkefni þessa starfshóps um málið sem ráðherra vill setja upp, en mér finnst gott að setja málið í farveg svo sé hægt að taka næstu skref.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tísti í gær að framtíð innanlandsflugs væri ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað væri sóun á dýrmætum tíma og peningum. Í svipaðan streng tók flokksfélagi hennar Hanna Katrín Friðriksson, sem ritaði á Facebook að það væri hennar skoðun að framtíðarsetning innanlandsflugs væri utan miðborgar Reykjavíkur. Ungliðahreyfing Viðreisnar hefur sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu þar sem áformin eru gagnrýnd. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni á næsta ári. Morgunblaðið greindi frá því í gærmorgun að Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vonaðist til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Slíkar framkvæmdir má þó ekki finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Jón hyggst skipa nýjan starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. Áður hafði slíkur hópur í svonefndri Rögnunefnd komist að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri álitlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Að mati Jóns er miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÞingmenn og ráðherrar úr samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins eru ekki allir hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýri. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að Jón hafi ekki borið áformin undir neina Viðreisnarmenn svo hann viti. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. „Ég ætlast til að fólk vinni eftir þeim sáttmála sem lagður er fyrir ríkisstjórnina. Annars er fólk að fara fram úr sínu umboði,“ segir Björt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að borgin þurfi að gefa leyfi fyrir þessum framkvæmdum. „Þetta þarf að vera í samræmi við skipulag. Við erum búin að breyta skipulagi þannig að þetta sé hægt en það er með þeim skilyrðum að þetta séu byggingar sem auðvelt er að færa og borgin mun ekki lenda í einhverri bótaskyldu ef skipulag breytist. Björt ÓlafsdóttirMér finnst mestu skipta að það sé að komast hreyfing á málið. Borgin hefur kallað eftir að það verði tekin afstaða á grundvelli niðurstöðu Rögnunefndar sem dregur fram góðan kost í flugvallarmálum,“ segir Dagur sem finnst fyllilega tímabært að ríkið, Reykjavíkurborg, flugrekstraraðilar og fleiri setjist yfir niðurstöður nefndarinnar. „Nú hef ég ekki séð neinar hugmyndir að erindisbréfi eða verkefni þessa starfshóps um málið sem ráðherra vill setja upp, en mér finnst gott að setja málið í farveg svo sé hægt að taka næstu skref.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tísti í gær að framtíð innanlandsflugs væri ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað væri sóun á dýrmætum tíma og peningum. Í svipaðan streng tók flokksfélagi hennar Hanna Katrín Friðriksson, sem ritaði á Facebook að það væri hennar skoðun að framtíðarsetning innanlandsflugs væri utan miðborgar Reykjavíkur. Ungliðahreyfing Viðreisnar hefur sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu þar sem áformin eru gagnrýnd.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira