Tuttugu og tveggja ára ályktun úr gildi Sæunn Gísladóttir skrifar 23. júní 2017 07:00 Ragnar Aðalsteinsson sagði að frá því að ályktunin var samþykkt árið 1995 hefði sér ekki liðið vel í LMFÍ. Fréttablaðið/GVA „Þetta þótti mér söguleg stund. Þarna losnaði um áhrif mannanna sem að þessu stóðu en flestir þeirra voru tengdir stjórnmálaflokkunum og það var eins og þeir væru að koma með flokkspólitíkina inn í Lögmannafélagið. Það skiptir mig miklu máli að Lögmannafélagið sé ekki háð stjórnmálaflokkunum að neinu leyti,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Á aðalfundi Lögmannafélags Íslands í lok maí var samþykkt að fella úr gildi 22 ára ályktun þess efnis að það samræmist ekki tilgangi félagsins að gefnar séu út álitsgerðir þar sem pólitísk afstaða er tekin í nafni félagsins í umdeildum þjóðfélagsmálum. Ragnar, sem er fyrrverandi formaður LFMÍ, lagði fram ályktunina ásamt Hákoni Árnasyni hæstaréttarlögmanni. Fram kemur í nýju tölublaði Lögmannablaðsins að á fundinum hafi Ragnar sagt að þrátt fyrir að ályktunin hefði verið samþykkt á aðalfundinum árið 1995 hefði félagið hvað eftir annað á þeim áratugum sem liðnir væru fjallað um mannréttindi. Ragnar sagði enn fremur að ályktunin hefði sett félagið niður í áliti margra og valdið mörgum lögmönnum óþægindum við að vera yfir höfuð meðlimir þess. „Þetta er í fullkominni andstöðu við allt það sem lögmannafélög eru að gera um allan heim, hvort sem það er í Noregi eða Palestínu. Þess vegna átti ég erfitt með að sætta mig við þetta.“ Á aðalfundinum var ályktað að það væri og yrði ávallt hlutverk Lögmannafélags Íslands að taka afstöðu til pólitískra ákvarðana stjórnvalda á hverjum tíma ef þau varða mannréttindi þegnanna. Ragnar sagðist hafa verið í félaginu í 55 ár en frá því á aðalfundinum árið 1995 þegar ályktunin var samþykkt hefði sér ekki liðið vel í því. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
„Þetta þótti mér söguleg stund. Þarna losnaði um áhrif mannanna sem að þessu stóðu en flestir þeirra voru tengdir stjórnmálaflokkunum og það var eins og þeir væru að koma með flokkspólitíkina inn í Lögmannafélagið. Það skiptir mig miklu máli að Lögmannafélagið sé ekki háð stjórnmálaflokkunum að neinu leyti,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Á aðalfundi Lögmannafélags Íslands í lok maí var samþykkt að fella úr gildi 22 ára ályktun þess efnis að það samræmist ekki tilgangi félagsins að gefnar séu út álitsgerðir þar sem pólitísk afstaða er tekin í nafni félagsins í umdeildum þjóðfélagsmálum. Ragnar, sem er fyrrverandi formaður LFMÍ, lagði fram ályktunina ásamt Hákoni Árnasyni hæstaréttarlögmanni. Fram kemur í nýju tölublaði Lögmannablaðsins að á fundinum hafi Ragnar sagt að þrátt fyrir að ályktunin hefði verið samþykkt á aðalfundinum árið 1995 hefði félagið hvað eftir annað á þeim áratugum sem liðnir væru fjallað um mannréttindi. Ragnar sagði enn fremur að ályktunin hefði sett félagið niður í áliti margra og valdið mörgum lögmönnum óþægindum við að vera yfir höfuð meðlimir þess. „Þetta er í fullkominni andstöðu við allt það sem lögmannafélög eru að gera um allan heim, hvort sem það er í Noregi eða Palestínu. Þess vegna átti ég erfitt með að sætta mig við þetta.“ Á aðalfundinum var ályktað að það væri og yrði ávallt hlutverk Lögmannafélags Íslands að taka afstöðu til pólitískra ákvarðana stjórnvalda á hverjum tíma ef þau varða mannréttindi þegnanna. Ragnar sagðist hafa verið í félaginu í 55 ár en frá því á aðalfundinum árið 1995 þegar ályktunin var samþykkt hefði sér ekki liðið vel í því.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira