Ekki á dagskrá að sameina MR og Kvennó Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. júní 2017 13:15 Kristján Þór Júlíusson, Menntamálaráðherra segir að ekki sé til skoðunar að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Mynd/samsett „Það hefur ekki staðið til að sameina þessa tvo skóla,“ segir Kristján Þór Júlíusson Menntamálaráðherra. Í Fréttablaðinu í morgun er greint frá því að Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði jafnframt sem rektor skólans og konrektor um tíma, hafi áhyggjur af því að sameina eigi Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Hún gagnrýnir harðlega að menntamálaráðuneytið hafi enn ekki auglýst starf rektors MR, þótt meira en mánuður sé liðinn frá því að Yngi Pétursson, fráfarandi rektor, sagðist ætla að láta af starfinu. „Mig grunar að það sé verið að gera enn eina tilraunina til að sameina skólana og gera stóran skóla,“ segir Linda Rós í samtali við Fréttablaðið. Það yrði þá hugsanlega sameining Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans í Reykjavík. Það yrði „enn eitt stórslysið“ í menntakerfinu að hennar mati.Sameining Tækniskólans og Fjölbrautarskólans í Ármúla er enn til skoðunar.Vísir/EyþórLíkt og kom fram hér að ofan stendur ekki til að sameina MR og Kvennaskólann. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að fólk sé að velta fyrir sér ýmsu varðandi framhaldsskólann,“ segir Kristján Þór. „Það þarf líka tíma til að átta sig á því hvernig breytingar sem koma fram í ríkisfjármálaáætlun og lúta að framhaldsskólunum koma til með að virka.“ Þá ítrekar hann að ekki sé búið að taka ákvörðun um sameiningu Fjölbrautarskólans í Ármúla og Tækniskólans. „Það er ekkert nýtt að frétta,“ segir Kristján. „En við höfum verið að skoða þetta og það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir. Eðli málsins samkvæmt hljótum við að gera kröfu á stjórnvöld hvers tíma að þau skoði þá kosti sem í stöðunni eru þegar að nemendum á framhaldsskólastigi er að fækka um 600 á ári hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá verðum við að skoða fyrirkomulag fræðslunnar en ég ítreka það að það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir í þeim efnum.“ Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
„Það hefur ekki staðið til að sameina þessa tvo skóla,“ segir Kristján Þór Júlíusson Menntamálaráðherra. Í Fréttablaðinu í morgun er greint frá því að Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði jafnframt sem rektor skólans og konrektor um tíma, hafi áhyggjur af því að sameina eigi Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann. Hún gagnrýnir harðlega að menntamálaráðuneytið hafi enn ekki auglýst starf rektors MR, þótt meira en mánuður sé liðinn frá því að Yngi Pétursson, fráfarandi rektor, sagðist ætla að láta af starfinu. „Mig grunar að það sé verið að gera enn eina tilraunina til að sameina skólana og gera stóran skóla,“ segir Linda Rós í samtali við Fréttablaðið. Það yrði þá hugsanlega sameining Menntaskólans í Reykjavík og Kvennaskólans í Reykjavík. Það yrði „enn eitt stórslysið“ í menntakerfinu að hennar mati.Sameining Tækniskólans og Fjölbrautarskólans í Ármúla er enn til skoðunar.Vísir/EyþórLíkt og kom fram hér að ofan stendur ekki til að sameina MR og Kvennaskólann. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að fólk sé að velta fyrir sér ýmsu varðandi framhaldsskólann,“ segir Kristján Þór. „Það þarf líka tíma til að átta sig á því hvernig breytingar sem koma fram í ríkisfjármálaáætlun og lúta að framhaldsskólunum koma til með að virka.“ Þá ítrekar hann að ekki sé búið að taka ákvörðun um sameiningu Fjölbrautarskólans í Ármúla og Tækniskólans. „Það er ekkert nýtt að frétta,“ segir Kristján. „En við höfum verið að skoða þetta og það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir. Eðli málsins samkvæmt hljótum við að gera kröfu á stjórnvöld hvers tíma að þau skoði þá kosti sem í stöðunni eru þegar að nemendum á framhaldsskólastigi er að fækka um 600 á ári hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá verðum við að skoða fyrirkomulag fræðslunnar en ég ítreka það að það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir í þeim efnum.“
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira