1500 krónur fyrir skoðunarferð um Hörpu: Húsið farið að minna á umferðarmiðstöð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 17:00 Fyrstu skoðunarferðirnar um húsið eru klukkan tíu á morgnanna og eru á klukutíma fresti til klukkan fimm á daginn. Vísir/Eyþór Fólki býðst nú að fara í skipulagðar skoðunarferðir gegn gjaldi upp á efri hæðir tónlistar- og menningarhússins Hörpu. Efri hæðirnar eru nú ekki aðgengilegar öðrum en þeim sem borga fyrir slíkar ferðir eða eiga erindi á einhverskonar viðburð. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður ákvörðun tekin í haust um hvort áfram verði boðið upp á slíkar ferðir. „Ég held að þetta tíðkist nú í flestum húsum sem teljast áhugaverð, þá er ég að tala um menningarhús og tónlistarhús, sem hafa eitthvað áhugavert að sýna og það sannarlega á við um Hörpu,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við Vísi. „Þetta er liður í því að taka hóflegt gjald fyrir góða þjónustu og það að fólk fari úr húsinu með meiri upplýsingar og meiri þekkingu á því fyrir hvað það stendur.“ Fólki býðst að fara í skipulagðar skoðunarferðir upp á hæðir hússins og skoða salina, þá sérstaklega Eldborg. Leiðsögn er innifalin í ferðunum þar sem sagt er frá tilurð hússins og hönnun, sögu þess og starfsemi. Ferðirnar kosta 1.500 krónur og eru á klukkutíma fresti. Hver ferð er um þrjátíu mínútur og gestum gefst svo svigrúm til að skoða sig um og taka myndir. Fyrstu ferðir hefjast klukkan tíu á morgnanna og sú síðasta er klukkan fimm á daginn.Umkvartanir vegna fjölda ferðamanna Svanhildur segir að ferðirnar séu liður í því að koma til móts við þann fjölda erlendra ferðamanna sem heimsækja húsið á hverjum degi en þær muni ekki hafa nein áhrif á gesti sem sækja viðburði eða veitingastaði hússins. „Hér koma kannski 3000 manns á dag og oft koma heilu holskeflurnar af fólki. Eins og ég segi þá tökum við öllum gestum fagnandi en á tilteknum dögum var húsið farið að minna á umferðarmiðstöð. Það var farið að hafa áhrif á gæðin og upplifun gesta og við fengum fjölmargar umkvartanir vegna þess.“Efri hæðir Hörpu eru ekki aðgengilegar fólki nema það eigi þangað sérstakt erindi eða hafi borgað fyrir skoðunarferð.Vísir/EyþórTaprekstur Hörpu frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. Aðspurð segir Svanhildur að gjaldtakan sé einn liður til að auka tekjur hússins. „Í samhengi við rekstrarstöðu hússins þá er það alveg klárt að við erum að horfa á allar góðar hugmyndir til að auka tekjur hússins og draga úr kostnaði. Þetta er einn liður, þetta er sannarlega ekki stór liður í því en þetta telur allt. Það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu, af hálfu stjórnenda hússins, að líta ekki til þess að taka eðlilegt endurgjald fyrir þá þjónustu sem er veitt í húsinu.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem verður í allt sumar og hófst þann 19. júní síðastliðinn. Í haust mun svo verða tekin ákvörðun um hvort þessu verður haldið áfram. „Það fer mjög vel af stað. Við erum að vanda okkur mjög mikið við þetta og viljum gera þetta mjög vel. Við áttum okkur alveg á því að einhverjir kunna að hafa aðrar skoðanir á þessu en við eða telja einhverja annmarka á þessu en það er bara eins og það er. Við höfum ekki rekist á neitt á þessum tíma sem er neikvætt. Það eru bara mismunandi sjónarmið en mjög lítið um það að fólk hafi gert við þetta athugasemdir í okkar eyru.“ Tengdar fréttir Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Fólki býðst nú að fara í skipulagðar skoðunarferðir gegn gjaldi upp á efri hæðir tónlistar- og menningarhússins Hörpu. Efri hæðirnar eru nú ekki aðgengilegar öðrum en þeim sem borga fyrir slíkar ferðir eða eiga erindi á einhverskonar viðburð. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður ákvörðun tekin í haust um hvort áfram verði boðið upp á slíkar ferðir. „Ég held að þetta tíðkist nú í flestum húsum sem teljast áhugaverð, þá er ég að tala um menningarhús og tónlistarhús, sem hafa eitthvað áhugavert að sýna og það sannarlega á við um Hörpu,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við Vísi. „Þetta er liður í því að taka hóflegt gjald fyrir góða þjónustu og það að fólk fari úr húsinu með meiri upplýsingar og meiri þekkingu á því fyrir hvað það stendur.“ Fólki býðst að fara í skipulagðar skoðunarferðir upp á hæðir hússins og skoða salina, þá sérstaklega Eldborg. Leiðsögn er innifalin í ferðunum þar sem sagt er frá tilurð hússins og hönnun, sögu þess og starfsemi. Ferðirnar kosta 1.500 krónur og eru á klukkutíma fresti. Hver ferð er um þrjátíu mínútur og gestum gefst svo svigrúm til að skoða sig um og taka myndir. Fyrstu ferðir hefjast klukkan tíu á morgnanna og sú síðasta er klukkan fimm á daginn.Umkvartanir vegna fjölda ferðamanna Svanhildur segir að ferðirnar séu liður í því að koma til móts við þann fjölda erlendra ferðamanna sem heimsækja húsið á hverjum degi en þær muni ekki hafa nein áhrif á gesti sem sækja viðburði eða veitingastaði hússins. „Hér koma kannski 3000 manns á dag og oft koma heilu holskeflurnar af fólki. Eins og ég segi þá tökum við öllum gestum fagnandi en á tilteknum dögum var húsið farið að minna á umferðarmiðstöð. Það var farið að hafa áhrif á gæðin og upplifun gesta og við fengum fjölmargar umkvartanir vegna þess.“Efri hæðir Hörpu eru ekki aðgengilegar fólki nema það eigi þangað sérstakt erindi eða hafi borgað fyrir skoðunarferð.Vísir/EyþórTaprekstur Hörpu frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. Aðspurð segir Svanhildur að gjaldtakan sé einn liður til að auka tekjur hússins. „Í samhengi við rekstrarstöðu hússins þá er það alveg klárt að við erum að horfa á allar góðar hugmyndir til að auka tekjur hússins og draga úr kostnaði. Þetta er einn liður, þetta er sannarlega ekki stór liður í því en þetta telur allt. Það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu, af hálfu stjórnenda hússins, að líta ekki til þess að taka eðlilegt endurgjald fyrir þá þjónustu sem er veitt í húsinu.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem verður í allt sumar og hófst þann 19. júní síðastliðinn. Í haust mun svo verða tekin ákvörðun um hvort þessu verður haldið áfram. „Það fer mjög vel af stað. Við erum að vanda okkur mjög mikið við þetta og viljum gera þetta mjög vel. Við áttum okkur alveg á því að einhverjir kunna að hafa aðrar skoðanir á þessu en við eða telja einhverja annmarka á þessu en það er bara eins og það er. Við höfum ekki rekist á neitt á þessum tíma sem er neikvætt. Það eru bara mismunandi sjónarmið en mjög lítið um það að fólk hafi gert við þetta athugasemdir í okkar eyru.“
Tengdar fréttir Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04