Innlent

Þéttasta æðarvarpið gæti verið á Bíldudal

Kristján Már Unnarsson skrifar
Ein dýrasta útflutningsvara Íslendinga er æðardúnn en um 200 þúsund krónur fengust fyrir kílóið í fyrra. Eitt þéttasta æðavarp landsins er jafnframt eitt hið óvenjulegasta því það er í kauptúninu á Bíldudal. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Úlfar B. Thoroddsen, gæslumann varpsins. 

Æðarvarpið er syðst í þorpinu á Bíldudal, í landi Litlueyrar. Sum hreiðrin eru aðeins um tíu metra frá íbúðarhúsum. Úlfar áætlar að þarna á þessu litla svæði séu á milli 700 og 900 hreiður, eða um 2.000 fuglar, með geldfugli.

Úlfar B. Thoroddsen við æðarvarpið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Í fyrra fengust um 200 þúsund krónur fyrir hvert kíló æðardúns en búist að verðið lækki talsvert í ár vegna sterkrar krónu. Útflutningstekjur námu um hálfum milljarði króna í fyrra en mest var selt til Japans og Þýskalands. Æðarvarp er nýtt sem hlunnindi á um 400 jörðum á Íslandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×