Skóarafjölskylda leggur skóna á hilluna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2017 20:00 Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim." Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim."
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira