Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2017 21:45 Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg. Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg.
Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08