Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2017 21:45 Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg. Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg.
Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent