Ekki líklegt að hlanddólgurinn sé þjakaður af blæti Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 12:37 Pétur Tyrfingsson sálfræðingur segir að ef sér yrði gert að flokka þetta samkvæmt nýjustu greiningartísku þá er um að ræða Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder. „Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“ Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“
Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira