Ekki líklegt að hlanddólgurinn sé þjakaður af blæti Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 12:37 Pétur Tyrfingsson sálfræðingur segir að ef sér yrði gert að flokka þetta samkvæmt nýjustu greiningartísku þá er um að ræða Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder. „Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“ Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“
Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira