Ekki líklegt að hlanddólgurinn sé þjakaður af blæti Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 12:37 Pétur Tyrfingsson sálfræðingur segir að ef sér yrði gert að flokka þetta samkvæmt nýjustu greiningartísku þá er um að ræða Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder. „Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“ Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé blæti,“ segir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og vill hafa orðið „blæti“ innan gæsalappa.Frétt Vísis í gær þess efnis að hlanddólgur gangi laus í Moggahöllinni vakti mikla athygli. Mannauðsstjóri Árvakurs, Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, sendi starfsmönnum tölvupóst þar sem hún segir að einhver hafi ítrekað pissað í ruslafötu á 1. hæðinni. „Það eru ótal klósett í húsinu, vinsamlegast notið þau.“ Hún gerir þannig því skóna að um innanbúðarmann sé að ræða.Kúkað á bílhúdd í Hafnarfirði Í fréttinni er velt upp þeim möguleika að um sé að ræða einstakling sem haldinn er einhvers konar blæti, það að gera númer eitt og jafnvel tvö á óvenjulegum stöðum öðrum en þar til gerðum. Sem dæmi: Fyrir nokkrum árum vöktu fréttir Eiríks Jónssonar blaðamanns þá á DV athygli en hann greindi frá þeirri áráttu einhvers manns sem fólst í því að vilja kúka á bílhúdd. Og lét það eftir sér. „Það var reyndar í Hafnarfirði og þótti því ekki eins merkilegt og ella,“ segir Eiríkur um þann athyglisverða fréttaflutning. Pétur segir ekki nægar upplýsingar liggja fyrir og ýmsir möguleikar koma til greina. Og setja verði eðlilega fyrirvara. Jafnvel geti verið um að ræða viðkvæm þeffæri mannauðsstjórans. Það liggi ekki fyrir. En, tæplega sé um blæti að ræða samkvæmt helstu greiningarfræðum og tískustraumum í sálarfræðinni.Að eiga erfitt með að standast freistingar „Samkvæmt nýjustu greiningartísku amerískra geðlækna (sem óverðskuldað hafa fengið umboð til að segja síðasta orðið um hvers kyns geðsýki og andleg veikindi) mundi ég halda að þetta væri sett undir „Disruptive, Impulse-Control, and Conduct Disorders“. Þar eru þeir meðal annarra flokkaðir sem eiga erfitt með að standast freistingar eins og að kveikja í kirkjuskríbbli sem liggur vel við eða setja kínverja ofan í póstkassa.... eða stela í Hagkaup (Pyromania sem hefur númerið 312.33 annars vegar og Kleptomania (312.32) hinsvegar),“ segir Pétur um þennan óvenjulega þátt mannlegrar tilveru. Þegar sem menn eiga erfitt með hemja sig.Recurrent urination in rubbish bins Og Pétur heldur áfram að vitna í bandarískar sálfræðikenningar. „Það er gert ráð fyrir „unspecified“ flokki (312.9) sem ég mundi nú ekki setja „hlanddólginn“ í þar sem háttalagið snýst greinilega ekki aðeins um að pissa heldur að pissa í ruslafötur. Ef ég ætti að greina „hlanddólginn“ samkvæmt DSM-5 (ameríska læknabókin), með fyrirvara um takmarkaðar upplýsingar, mundi ég segja „Other Specified Disruptive, Impulse-Control and Conduct Disorder“ 312.89 - og mér er þá gert að bæta einhverju í þessa áttina við: „Recurrent urination in rubbish bins“.“
Tengdar fréttir Hlanddólgur gengur laus í Moggahöllinni Ófremdarástand á Morgunblaðinu. 14. júní 2017 13:40 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira