Stefnir í harða deilu milli Félagsstofnunar stúdenta og Minjastofnunar vegna nýbygginga á háskólasvæðinu 15. júní 2017 21:00 Minjastofnun leggst alfarið gegn því að hugmyndir Félagsstofnunar stúdenta um byggingu við hlið Gamla Garðs á háskólalóðinni verði að veruleika. Byggingin muni skyggja á og raska einstæðri og mikilvægri skipulagsheild með óafturkræfum hætti. Félagsstofnun segir Minjavernd ekki hafa lögsögu í málinu enda sé Gamli Garður ekki friðaður. Félagsstofnun stúdenta hefur áform um að byggja nýja stúdentagarða austan við Gamla garð, elstu byggingu háskólalóðarinnar, sem Minjastofnun er ekki ánægð með. „Það var leitað eftir áliti okkar í tengslum við undirbúning deiliskipulags fyrir þessa lóð í tengslum við samkeppni sem hér var haldin. Og, já það er rétt að við höfum gert mjög alvarlegar athugasemdir við þessi áform,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Minjastofnunar. „Eitthvað glæsilegasta dæmi sem íslenska þjóðin á um heilsteypt og fagurfræðilega mótað skipulag“ Með byggingu garðanna muni framhlið Gamla Garðs nánast hverfa og við það raskist mikilvæg og einstæð skipulagsheild í borgarmynd Reykjavíkur. Uppbygging á lóðinni feli í sér veruleg og neikvæð áhrif þar sem listrænt mikilvægri skipulagsheild yrði raskað með óafturkræfum hætti. Aðalbygging Háskólans og allt skipulag svæðisins fyrir framan hana sé eitt af merkustu verkum Guðjóns Samúelssonar. Þá sé framhliðin á Gamla Garði, sem Sigurður Guðmundsson teiknaði, eitt af andlitum svæðisins. „Og Þjóðminjasafns-byggingin sem er morgungjöf Alþingis til íslensku þjóðarinnar er teiknuð af sama arkitekt og hönnuð með það í huga að þessar tvær byggingar myndi fagurfræðilega heild. Þannig að þetta er eitthvað glæsilegasta dæmi sem íslenska þjóðin á um heilsteypt og fagurfræðilega mótað skipulag,“ segir Pétur.Gamli Garður hvorki friðaður né umsagnaskyldur Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að samkomulag við borgina um uppbyggingu á svæðinu og þar með þessari lóð hafi verið undirritað í mars í fyrra. Síðan hafi farið fram samkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands um hönnun byggingar á lóðinni með vitneskju Háskólans og borgarinnar og vinningstillagan kynnt í apríl síðastliðnum. „Við teljum að þessi bygging falli mjög vel að þessu umhverfi og það var mikil ánægja með þær niðurstöður sem við fengum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Nú er Minjastofnun áhrifarík í þessum efnum, það setur væntanlega strik í reikninginn ef hún leggst alfarið gegn byggingaráformum á þessari lóð? „Við teljum að svo eigi ekki að vera. Því Gamli Garður er hvorki friðaður né umsagnaskyldur af hálfu Minjastofnunar. Þannig að við áttum okkur ekki á að þetta eigi að falla á einhvern hátt undir Minjastofnun,“ segir Rebekka. Alvar Alto, einn frægasti arkitekt heims, teiknaði Norræna húsið með tilliti til hvernig húsið nyti sín í því umhverfi sem það er. „Þessi uppbygging hefur áhrif á ásýnd tveggja friðlýstra bygginga, aðalbyggingar Háskólans og Norræna hússins og okkur er skylt að fjalla um og gæta hagsmuna þess,“ segir Pétur. „Í lýsingu á samkeppninni sem var gerð var einmitt gert ráð fyrir og horft til þess að byggingin myndi ekki skyggja á aðalbygginguna og húsin hér í kring. Og við teljum að það sé í algeru lágmarki,“ segir Rebekka. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Minjastofnun leggst alfarið gegn því að hugmyndir Félagsstofnunar stúdenta um byggingu við hlið Gamla Garðs á háskólalóðinni verði að veruleika. Byggingin muni skyggja á og raska einstæðri og mikilvægri skipulagsheild með óafturkræfum hætti. Félagsstofnun segir Minjavernd ekki hafa lögsögu í málinu enda sé Gamli Garður ekki friðaður. Félagsstofnun stúdenta hefur áform um að byggja nýja stúdentagarða austan við Gamla garð, elstu byggingu háskólalóðarinnar, sem Minjastofnun er ekki ánægð með. „Það var leitað eftir áliti okkar í tengslum við undirbúning deiliskipulags fyrir þessa lóð í tengslum við samkeppni sem hér var haldin. Og, já það er rétt að við höfum gert mjög alvarlegar athugasemdir við þessi áform,“ segir Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri umhverfis-og skipulagssviðs Minjastofnunar. „Eitthvað glæsilegasta dæmi sem íslenska þjóðin á um heilsteypt og fagurfræðilega mótað skipulag“ Með byggingu garðanna muni framhlið Gamla Garðs nánast hverfa og við það raskist mikilvæg og einstæð skipulagsheild í borgarmynd Reykjavíkur. Uppbygging á lóðinni feli í sér veruleg og neikvæð áhrif þar sem listrænt mikilvægri skipulagsheild yrði raskað með óafturkræfum hætti. Aðalbygging Háskólans og allt skipulag svæðisins fyrir framan hana sé eitt af merkustu verkum Guðjóns Samúelssonar. Þá sé framhliðin á Gamla Garði, sem Sigurður Guðmundsson teiknaði, eitt af andlitum svæðisins. „Og Þjóðminjasafns-byggingin sem er morgungjöf Alþingis til íslensku þjóðarinnar er teiknuð af sama arkitekt og hönnuð með það í huga að þessar tvær byggingar myndi fagurfræðilega heild. Þannig að þetta er eitthvað glæsilegasta dæmi sem íslenska þjóðin á um heilsteypt og fagurfræðilega mótað skipulag,“ segir Pétur.Gamli Garður hvorki friðaður né umsagnaskyldur Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að samkomulag við borgina um uppbyggingu á svæðinu og þar með þessari lóð hafi verið undirritað í mars í fyrra. Síðan hafi farið fram samkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands um hönnun byggingar á lóðinni með vitneskju Háskólans og borgarinnar og vinningstillagan kynnt í apríl síðastliðnum. „Við teljum að þessi bygging falli mjög vel að þessu umhverfi og það var mikil ánægja með þær niðurstöður sem við fengum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Nú er Minjastofnun áhrifarík í þessum efnum, það setur væntanlega strik í reikninginn ef hún leggst alfarið gegn byggingaráformum á þessari lóð? „Við teljum að svo eigi ekki að vera. Því Gamli Garður er hvorki friðaður né umsagnaskyldur af hálfu Minjastofnunar. Þannig að við áttum okkur ekki á að þetta eigi að falla á einhvern hátt undir Minjastofnun,“ segir Rebekka. Alvar Alto, einn frægasti arkitekt heims, teiknaði Norræna húsið með tilliti til hvernig húsið nyti sín í því umhverfi sem það er. „Þessi uppbygging hefur áhrif á ásýnd tveggja friðlýstra bygginga, aðalbyggingar Háskólans og Norræna hússins og okkur er skylt að fjalla um og gæta hagsmuna þess,“ segir Pétur. „Í lýsingu á samkeppninni sem var gerð var einmitt gert ráð fyrir og horft til þess að byggingin myndi ekki skyggja á aðalbygginguna og húsin hér í kring. Og við teljum að það sé í algeru lágmarki,“ segir Rebekka.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira