Hestaskoðun ferðamanna veldur slysahættu á þjóðveginum 19. júní 2017 14:42 Jónas Guðmundsson leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. Skessuhorn Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira