Vilja byggja tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 14:45 Rósa vill byggja yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði, tvo frekar en einn. Gert er ráð fyrir 300 til 400 milljónum króna til verkefnisins á næstu fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“ Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira