Lífið

Góð vika fyrir Eggertsbörn: Unnur hitti Kim Kardashian og litli bróðir hetja KR

Stefán Árni Pálsson skrifar
Unnur með Kim í vikunni og til hægri má sjá stemninguna inni í klefa hjá KR-ingum í gær.
Unnur með Kim í vikunni og til hægri má sjá stemninguna inni í klefa hjá KR-ingum í gær. myndir/unnur eggerts/friðgeir Bergsteins
Þetta hefur heldur betur verið góð vika fyrir leikkonuna Unni Eggerts og bróðir hennar Jakob Eggertsson.

Unnur greindi frá því á Twitter að hún hefði hitt raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian og var 19 ára bróðir hennar hetja KR-inga í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins gegn ÍR-ingum í gærkvöldi.

Jakob varði skot frá Óskari Jónssyni í vítaspyrnukeppni og KR-ingar flugu áfram í 8-liða úrslitin.

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, var sú sem kom auga á þessa frábæru viku Eggertsbarna og greindi frá því á Twitter.

Unnur tísti sjálf um frammistöðu litla bróðurs. Hér að neðan má sjá Unni með Kim

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.