Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 11:54 Birgir Ármannsson lagði til að tillagan yrði samþykkt. vísir/anton brink Ég held að það sé algjörlega ótvírætt að dómsmálaráðherra hefur rökstutt tillögu sína á grundvelli málefnalegra sjónarmiða, sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um tillögu Sigríðar Á. Andersen um skipan dómara við Landsrétt. Leggur meirihlutinn því til að Alþingi samþykki tillöguna. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær þrátt fyrir að minnihlutinn hafi verið andvígur afgreiðslu málsins og hafi farið fram á að henni yrði vísað aftur til ráðherrans til frekari rökstuðnings. Birgir gerði grein fyrir nefndaráliti meirihlutans á Alþingi í dag. „Það að telja dómarareynslu veigamikinn þátt þegar verið er að skipa í embætti dómara getur ekki verið annað en málefnalegt sjónarmið og ég held það sé engin ástæða til þess að ætla annað í þessu sambandi,“ sagði hann. „Meirihlutinn tekur fram að með því að hann hefur fjallað um þær forsendur sem liggja að baki tillögu ráðherra um tilnefningar einstakra dómara við Landsrétt, þar með talið að breyta út frá tillögu dómnefndar og felst að þær. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerir því svofellda tillögu að ályktun Alþingis, að Alþingi samþykki tillögur dómsmálaráðherra." Sigríður vill að skipaðir verði fjórir einstaklingar; tvær konur og tveir karlar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Þau eru öll héraðsdómarar og hefur ráðherra sagt að henni hafi ekki þótt hæfnisnefndin meta dómarastörf nægilega mikils þegar hún lagði mat á hæfi umsækjenda. Minnihlutinn vill að málinu verði vísað aftur til Sigríðar til þess að hún geti rökstutt tillögu sína á fullnægjandi hátt. Píratar hafa lýst því yfir að þeir muni að öðrum kosti leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ég held að það sé algjörlega ótvírætt að dómsmálaráðherra hefur rökstutt tillögu sína á grundvelli málefnalegra sjónarmiða, sagði Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, um tillögu Sigríðar Á. Andersen um skipan dómara við Landsrétt. Leggur meirihlutinn því til að Alþingi samþykki tillöguna. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær þrátt fyrir að minnihlutinn hafi verið andvígur afgreiðslu málsins og hafi farið fram á að henni yrði vísað aftur til ráðherrans til frekari rökstuðnings. Birgir gerði grein fyrir nefndaráliti meirihlutans á Alþingi í dag. „Það að telja dómarareynslu veigamikinn þátt þegar verið er að skipa í embætti dómara getur ekki verið annað en málefnalegt sjónarmið og ég held það sé engin ástæða til þess að ætla annað í þessu sambandi,“ sagði hann. „Meirihlutinn tekur fram að með því að hann hefur fjallað um þær forsendur sem liggja að baki tillögu ráðherra um tilnefningar einstakra dómara við Landsrétt, þar með talið að breyta út frá tillögu dómnefndar og felst að þær. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gerir því svofellda tillögu að ályktun Alþingis, að Alþingi samþykki tillögur dómsmálaráðherra." Sigríður vill að skipaðir verði fjórir einstaklingar; tvær konur og tveir karlar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Þau eru öll héraðsdómarar og hefur ráðherra sagt að henni hafi ekki þótt hæfnisnefndin meta dómarastörf nægilega mikils þegar hún lagði mat á hæfi umsækjenda. Minnihlutinn vill að málinu verði vísað aftur til Sigríðar til þess að hún geti rökstutt tillögu sína á fullnægjandi hátt. Píratar hafa lýst því yfir að þeir muni að öðrum kosti leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann.
Tengdar fréttir Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Tímamót, segir forsætisráðherra. 1. júní 2017 08:00 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Bein útsending: Tekist á um tillögur um skipun dómara við Landsrétt Alþingi kemur saman klukkan 11 í dag til þess að ræða tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt. 1. júní 2017 10:53
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00