Óska eftir áhættumati frá Ríkislögreglustjóra vegna viðburða í miðborginni í sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2017 18:45 Vísir/gva Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira