Innlent

Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lögreglan hefur lokað veginum upp að Æsustöðum.
Lögreglan hefur lokað veginum upp að Æsustöðum. Vísir/Höskuldur Kári

Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks við Æsustaði í Mosfellsdal. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er atvikið ótengt sumarbúðum fyrir fötluð börn sem staðsettar eru í Reykjadal í nágrenni Æsustaða.

Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt lögreglu, slökkviliði, sjúkraflutningamönnum eru á staðnum.

Einn hefur verið fluttur af vettvangi með sjúkrabíl.

Uppfært 20:20

Um er að ræða alvarlega líkamsárás. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar staðfestir í samtali við Vísi að menn hafi verið handteknir vegna málsins.

„Við erum að rannsaka þarna mál sem er alvarlegt. Á þessu stigi get ég ekki sagt meira um það,“ segir Grímur.

Uppfært 21:08

Tveir lögreglubílar eru á staðnum og hefur veginum að Æsustöðum verið lokað. Tæknideild lögreglunnar er enn að störfum á vettvangi. 

Uppfært 21:30

Einn maður er látinn í kjölfar árásarinnar. Von er á tilkynningu vegna málsins. Nýjust fréttir vegna málsins má nálgast hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.