Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún. Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún.
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira