Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Brynjar Níelsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, í þingsal. Vísir/Stefán Sú aðferð sem lögð er til í nýju frumvarpi Brynjars Níelssonar alþingismanns er skárri en heimild til aðfarar sem finna má í núgildandi barnaverndarlögum. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Brynjar Níelsson hefur, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum sem felur í sér að ef foreldri sem barn býr hjá hindrar hitt foreldrið í að neyta umgengnisréttar eða takmarkar hann, þá varði það fangelsi allt að fimm árum. Bragi Guðbrandsson bendir á að í barnalögum í dag sé lokaúrræðið aðför, þar sem barn er tekið af heimili. „Ég held að allir séu sammála um að það sé alversta aðferð sem hægt er að beita í svona málum,“ bætir hann við. Sú aðgerð beinist gegn barninu sjálfu og barnið sé beinn þolandi slíkrar aðgerðar. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndastofu„Ég held að það sé þá skömminni skárra að í neyðaraðgerðum sé það frekar gert þannig að foreldrið sé handtekið,“ segir hann. Þá beinist aðgerðin að hinum brotlega. Bragi leggur áherslu á að foreldri yrði ekki handtekið nema í algjörum undantekningartilfellum. Bragi bendir líka á að skipta megi tálmunarmálum í stórum dráttum í tvo flokka. Annars vegar þegar málefnalegar ástæður eru fyrir því að foreldri hindri hitt foreldrið í að umgangast barnið. Það er þegar foreldri telur það andstætt hagsmunum barnsins, jafnvel hættulegt, að umgangast hitt foreldrið. Í öðrum tilfellum eigi sér slík tálmun stað án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. „Vandinn er sá að þessum ólíku ástæðum er oft blandað saman,“ segir Bragi. Hann segir það þurfa að vera alveg skýrt að foreldri sem tálmar aðgengi hins foreldrisins eigi ekki að geta tekið slíka ákvörðun á eigin forsendum. „Það þarf að vera aðili sem veitir slíkri ákvörðun lögmæti, ef það er yfirhöfuð hægt að veita henni lögmæti,“ segir Bragi. Sýslumaður eigi að taka þessa ákvörðun eftir að barnaverndarkerfið hafi kannað hvort gildar ástæður séu fyrir tálmun. Þetta ferli, þar til sýslumaður getur gefið heimild til tálmunar með bráðabirgðaúrskurði, eigi að taka sem stystan tíma. Það eigi að klárast innan nokkurra vikna en ekki á mánuðum eða árum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Sú aðferð sem lögð er til í nýju frumvarpi Brynjars Níelssonar alþingismanns er skárri en heimild til aðfarar sem finna má í núgildandi barnaverndarlögum. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Brynjar Níelsson hefur, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum sem felur í sér að ef foreldri sem barn býr hjá hindrar hitt foreldrið í að neyta umgengnisréttar eða takmarkar hann, þá varði það fangelsi allt að fimm árum. Bragi Guðbrandsson bendir á að í barnalögum í dag sé lokaúrræðið aðför, þar sem barn er tekið af heimili. „Ég held að allir séu sammála um að það sé alversta aðferð sem hægt er að beita í svona málum,“ bætir hann við. Sú aðgerð beinist gegn barninu sjálfu og barnið sé beinn þolandi slíkrar aðgerðar. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndastofu„Ég held að það sé þá skömminni skárra að í neyðaraðgerðum sé það frekar gert þannig að foreldrið sé handtekið,“ segir hann. Þá beinist aðgerðin að hinum brotlega. Bragi leggur áherslu á að foreldri yrði ekki handtekið nema í algjörum undantekningartilfellum. Bragi bendir líka á að skipta megi tálmunarmálum í stórum dráttum í tvo flokka. Annars vegar þegar málefnalegar ástæður eru fyrir því að foreldri hindri hitt foreldrið í að umgangast barnið. Það er þegar foreldri telur það andstætt hagsmunum barnsins, jafnvel hættulegt, að umgangast hitt foreldrið. Í öðrum tilfellum eigi sér slík tálmun stað án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. „Vandinn er sá að þessum ólíku ástæðum er oft blandað saman,“ segir Bragi. Hann segir það þurfa að vera alveg skýrt að foreldri sem tálmar aðgengi hins foreldrisins eigi ekki að geta tekið slíka ákvörðun á eigin forsendum. „Það þarf að vera aðili sem veitir slíkri ákvörðun lögmæti, ef það er yfirhöfuð hægt að veita henni lögmæti,“ segir Bragi. Sýslumaður eigi að taka þessa ákvörðun eftir að barnaverndarkerfið hafi kannað hvort gildar ástæður séu fyrir tálmun. Þetta ferli, þar til sýslumaður getur gefið heimild til tálmunar með bráðabirgðaúrskurði, eigi að taka sem stystan tíma. Það eigi að klárast innan nokkurra vikna en ekki á mánuðum eða árum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00