Tillaga Brynjars betri en núverandi verklag Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2017 07:00 Brynjar Níelsson, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, í þingsal. Vísir/Stefán Sú aðferð sem lögð er til í nýju frumvarpi Brynjars Níelssonar alþingismanns er skárri en heimild til aðfarar sem finna má í núgildandi barnaverndarlögum. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Brynjar Níelsson hefur, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum sem felur í sér að ef foreldri sem barn býr hjá hindrar hitt foreldrið í að neyta umgengnisréttar eða takmarkar hann, þá varði það fangelsi allt að fimm árum. Bragi Guðbrandsson bendir á að í barnalögum í dag sé lokaúrræðið aðför, þar sem barn er tekið af heimili. „Ég held að allir séu sammála um að það sé alversta aðferð sem hægt er að beita í svona málum,“ bætir hann við. Sú aðgerð beinist gegn barninu sjálfu og barnið sé beinn þolandi slíkrar aðgerðar. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndastofu„Ég held að það sé þá skömminni skárra að í neyðaraðgerðum sé það frekar gert þannig að foreldrið sé handtekið,“ segir hann. Þá beinist aðgerðin að hinum brotlega. Bragi leggur áherslu á að foreldri yrði ekki handtekið nema í algjörum undantekningartilfellum. Bragi bendir líka á að skipta megi tálmunarmálum í stórum dráttum í tvo flokka. Annars vegar þegar málefnalegar ástæður eru fyrir því að foreldri hindri hitt foreldrið í að umgangast barnið. Það er þegar foreldri telur það andstætt hagsmunum barnsins, jafnvel hættulegt, að umgangast hitt foreldrið. Í öðrum tilfellum eigi sér slík tálmun stað án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. „Vandinn er sá að þessum ólíku ástæðum er oft blandað saman,“ segir Bragi. Hann segir það þurfa að vera alveg skýrt að foreldri sem tálmar aðgengi hins foreldrisins eigi ekki að geta tekið slíka ákvörðun á eigin forsendum. „Það þarf að vera aðili sem veitir slíkri ákvörðun lögmæti, ef það er yfirhöfuð hægt að veita henni lögmæti,“ segir Bragi. Sýslumaður eigi að taka þessa ákvörðun eftir að barnaverndarkerfið hafi kannað hvort gildar ástæður séu fyrir tálmun. Þetta ferli, þar til sýslumaður getur gefið heimild til tálmunar með bráðabirgðaúrskurði, eigi að taka sem stystan tíma. Það eigi að klárast innan nokkurra vikna en ekki á mánuðum eða árum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Sú aðferð sem lögð er til í nýju frumvarpi Brynjars Níelssonar alþingismanns er skárri en heimild til aðfarar sem finna má í núgildandi barnaverndarlögum. Þetta er mat Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Brynjar Níelsson hefur, ásamt fleiri þingmönnum, lagt fram frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum sem felur í sér að ef foreldri sem barn býr hjá hindrar hitt foreldrið í að neyta umgengnisréttar eða takmarkar hann, þá varði það fangelsi allt að fimm árum. Bragi Guðbrandsson bendir á að í barnalögum í dag sé lokaúrræðið aðför, þar sem barn er tekið af heimili. „Ég held að allir séu sammála um að það sé alversta aðferð sem hægt er að beita í svona málum,“ bætir hann við. Sú aðgerð beinist gegn barninu sjálfu og barnið sé beinn þolandi slíkrar aðgerðar. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndastofu„Ég held að það sé þá skömminni skárra að í neyðaraðgerðum sé það frekar gert þannig að foreldrið sé handtekið,“ segir hann. Þá beinist aðgerðin að hinum brotlega. Bragi leggur áherslu á að foreldri yrði ekki handtekið nema í algjörum undantekningartilfellum. Bragi bendir líka á að skipta megi tálmunarmálum í stórum dráttum í tvo flokka. Annars vegar þegar málefnalegar ástæður eru fyrir því að foreldri hindri hitt foreldrið í að umgangast barnið. Það er þegar foreldri telur það andstætt hagsmunum barnsins, jafnvel hættulegt, að umgangast hitt foreldrið. Í öðrum tilfellum eigi sér slík tálmun stað án nokkurrar málefnalegrar ástæðu. „Vandinn er sá að þessum ólíku ástæðum er oft blandað saman,“ segir Bragi. Hann segir það þurfa að vera alveg skýrt að foreldri sem tálmar aðgengi hins foreldrisins eigi ekki að geta tekið slíka ákvörðun á eigin forsendum. „Það þarf að vera aðili sem veitir slíkri ákvörðun lögmæti, ef það er yfirhöfuð hægt að veita henni lögmæti,“ segir Bragi. Sýslumaður eigi að taka þessa ákvörðun eftir að barnaverndarkerfið hafi kannað hvort gildar ástæður séu fyrir tálmun. Þetta ferli, þar til sýslumaður getur gefið heimild til tálmunar með bráðabirgðaúrskurði, eigi að taka sem stystan tíma. Það eigi að klárast innan nokkurra vikna en ekki á mánuðum eða árum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Málþóf í tálmunarfrumvarpi Efasemdir eru í stjórnarliðinu um frumvarp sem heimilar fangelsisvist foreldra sem tálma umgengni. Litlar líkur eru á að það fái afgreiðslu þingsins. Fyrsti flutningsmaður segir stjórnarandstöðuna stunda málþóf. 11. maí 2017 07:00