Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. maí 2017 12:30 Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, segist hafa verið að hluta til ósammála hæfnisnefndinni. „Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
„Nei ég get ekki fallist á það,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, aðspurð hvort fótur sé fyrir ásökunum Ástráðs Haraldssonar, hæstaréttalögmanns, þess efnis að hún sé að afla sér heimilda frá Alþingi til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu með tillögum sínum um skipan dómara við Landsrétt.Sjá: „Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis“ „Enda hef ég gætt allra lagareglna og annarra reglna sem um þetta gildir,“ segir hún. „Það kemur skýrt fram í lögum um dómstóla að ráðherra getur vikið frá mati hæfnisnefndarinnar en geri hann það þarf hann að bera það undir Alþingi og það hef ég einmitt gert.“ Sigríður afhenti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær tillögu sína um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Sigríður vék frá nokkrum tillögum nefndarinnar og breytti fjórum nöfnum af fimmtán. Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra sem nefndin mat hæfastan en hann var ekki á endanlegum lista dómsmálaráðherra. Hann hefur nú ritað forseta þingsins bréf þar sem hann telur dómsmálaráðherra vera að leita til Alþingis til að afla heimilda fyrir ólögmætri embættisfærslu. Í bréfinu vísar hann í bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem kveðið er á að ráðherra eigi ekki að víkja frá mati nefndarinnar og tekur hann fram að hæfnisnefndin hafi metið 15 einstaklinga hæfari en aðra umsækjendur sem komust engu að síður á lista ráðherra. Sigríður segist hafa verið ósammála niðurstöðu nefndarinnar að hluta. Til að mynda telur hún að dómarareynslu hafi ekki verið veitt nægilegt vægi. „Ég fellst á mat nefndarinnar að því leiti að ég tel að þeir fimmtán sem að nefndin tilgreinir sem hæfasta séu á meðal hæfustu umsækjenda. Ég er hinsvegar ósammála mati nefndarinnar að það séu ekki fleiri,“ segir hún. „Um það hef ég vísað til þess að dómarareynsla hafi kannski borið skarðan hlut frá borði við mat nefndarinnar og þessvegna byggi ég mína tillögu á því að af umsækjendunum 32 sem hafi verið til umfjöllunnar hafi 24 verið hæfastir og ekki hægt að gera upp á milli þeirra hvað það varðar.“ Sigríður hefur setið fyrir svörum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag vegna skipana dómara við Landsrétt. Fundað var í morgun og verður framhaldið klukkan 13.Þá var Sigríður í spjalli í Harmageddon í morgun þar sem hún benti á að kynjahlutföllin gætu ekki verið jafnari. Átta karlar og sjö konur. Viðtalið má heyra hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Funda áfram með ráðherra eftir hádegi Svarar spurningum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skipan dómara við Landsrétt. 30. maí 2017 11:32