Innlent

Stilla ríkinu upp við vegg

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Finnafjörður.
Finnafjörður. vísir/pjetur
Áframhald uppbyggingar stórskipahafnar þýska fyrirtækisins Bremenports er nú sagt háð peningaframlagi úr ríkissjóði.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar segist hafa gert ráðuneytum ljóst „að ef ekki komi til fjárhagsstuðnings þá muni sveitarfélögin þurfa að hægja á þeirri vinnu sem nú er í gangi“, eins og segir í fundargerð.

„Samskipti hafa verið á milli lögfræðinga sveitarfélaganna og aðila verkefnis varðandi stofnun þeirra félaga sem stofna þarf og samninga þeirra í milli. Fljótlega verður haldinn vinnufundur með sveitarstjórn og lögfræðingum hvar staða verður kynnt og rætt um næstu skref,“ segir enn fremur um vinnslu málsins.


Tengdar fréttir

Bremenportarar á Langanesi

Fulltrúar Bremenports GmbH & Co. KG ásamt fulltrúa EFLU verkfræðistofu heimsækja Langanes eftir fjóra daga vegna áforma um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði.

Aukin trú á höfn í Finnafirði

Haldnir hafa verið fundir með íbúum, landeigendum og sveitarstjórnarfulltrúum Langanesbyggðar og Vopnafjarðar undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×