Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2015 19:30 Undirbúningsrannsóknir eru hafnar í Finnafirði við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. Fyrstu niðurstöður liggja þegar fyrir og eru sagðar lofa góðu. Upphaflega voru það sveitarstjórnarmenn á Bakkafirði sem komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík fyrst inn á aðalskipulag fyrir áratug, beinlínis með norðurslóðasiglingar og olíuleit í huga. Hreyfing komst svo á málið fyrir alvöru í maímánuði í fyrra þegar samstarfssamningur var undirritaður í Ráðherrabústaðnum við eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Forsætisráðherra og iðnaðarráðherra vottuðu stuðning ríkisstjórnarinnar með nærveru sinni.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum í fyrra. Sveitarstjóri Vopnafjarðar, oddviti Langanesbyggðar, forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og framkvæmdastjóri Bremenports sjást á myndinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rannsóknirnar hófust raunar strax í fyrrasumar, fyrst á lífríki svæðisins, en í síðasta mánuði komu svo verktakar með tvær skurðgröfur og flutningabíla til að grafa rannsóknarholur og setja upp veðurmælistöðvar á fyrirhuguðu hafnarsvæði. Verkfræðistofan Efla hefur umsjón með rannsóknunum fyrir hönd Bremenports og Langanesbyggðar.Undirstöðum veðurmælingastöðvar komið fyrir. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.Mynd/Friðrika Marteinsdóttir, Eflu.Fljótlega verða sett upp öldumælinga- og straummælingadufl í firðinum og utan við hann. Ennfremur er búið að stilla upp á kortum hvernig hafnarmannvirkjum yrði komið fyrir. Friðrika Marteinsdóttir, jarðfræðingur Eflu, tók ljósmyndir af jarðfræðirannsóknunum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.Samkvæmt upplýsingum frá Verkfræðistofunni Eflu liggja fyrstu niðurstöður rannsókna fyrir og lofa góðu. Benda þær til þess að kostnaður við uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði sé innan eðlilegra marka við slíkar framkvæmdir. Áætlað er að undirbúningsrannsóknum fyrir hugsanlegt umhverfismat geti verið lokið eftir þrjú til fjögur ár.Höfnin er áformuð í botni Finnafjarðar við Bakkaflóa í krikanum sunnan við Langanes. Næstu þéttbýli eru Þórshöfn og Bakkafjörður. Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45 Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. 27. júní 2013 11:41 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Undirbúningsrannsóknir eru hafnar í Finnafirði við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. Fyrstu niðurstöður liggja þegar fyrir og eru sagðar lofa góðu. Upphaflega voru það sveitarstjórnarmenn á Bakkafirði sem komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík fyrst inn á aðalskipulag fyrir áratug, beinlínis með norðurslóðasiglingar og olíuleit í huga. Hreyfing komst svo á málið fyrir alvöru í maímánuði í fyrra þegar samstarfssamningur var undirritaður í Ráðherrabústaðnum við eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Forsætisráðherra og iðnaðarráðherra vottuðu stuðning ríkisstjórnarinnar með nærveru sinni.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum í fyrra. Sveitarstjóri Vopnafjarðar, oddviti Langanesbyggðar, forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og framkvæmdastjóri Bremenports sjást á myndinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rannsóknirnar hófust raunar strax í fyrrasumar, fyrst á lífríki svæðisins, en í síðasta mánuði komu svo verktakar með tvær skurðgröfur og flutningabíla til að grafa rannsóknarholur og setja upp veðurmælistöðvar á fyrirhuguðu hafnarsvæði. Verkfræðistofan Efla hefur umsjón með rannsóknunum fyrir hönd Bremenports og Langanesbyggðar.Undirstöðum veðurmælingastöðvar komið fyrir. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.Mynd/Friðrika Marteinsdóttir, Eflu.Fljótlega verða sett upp öldumælinga- og straummælingadufl í firðinum og utan við hann. Ennfremur er búið að stilla upp á kortum hvernig hafnarmannvirkjum yrði komið fyrir. Friðrika Marteinsdóttir, jarðfræðingur Eflu, tók ljósmyndir af jarðfræðirannsóknunum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.Samkvæmt upplýsingum frá Verkfræðistofunni Eflu liggja fyrstu niðurstöður rannsókna fyrir og lofa góðu. Benda þær til þess að kostnaður við uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði sé innan eðlilegra marka við slíkar framkvæmdir. Áætlað er að undirbúningsrannsóknum fyrir hugsanlegt umhverfismat geti verið lokið eftir þrjú til fjögur ár.Höfnin er áformuð í botni Finnafjarðar við Bakkaflóa í krikanum sunnan við Langanes. Næstu þéttbýli eru Þórshöfn og Bakkafjörður.
Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45 Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. 27. júní 2013 11:41 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. 27. júní 2013 11:41
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent