Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2015 19:30 Undirbúningsrannsóknir eru hafnar í Finnafirði við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. Fyrstu niðurstöður liggja þegar fyrir og eru sagðar lofa góðu. Upphaflega voru það sveitarstjórnarmenn á Bakkafirði sem komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík fyrst inn á aðalskipulag fyrir áratug, beinlínis með norðurslóðasiglingar og olíuleit í huga. Hreyfing komst svo á málið fyrir alvöru í maímánuði í fyrra þegar samstarfssamningur var undirritaður í Ráðherrabústaðnum við eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Forsætisráðherra og iðnaðarráðherra vottuðu stuðning ríkisstjórnarinnar með nærveru sinni.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum í fyrra. Sveitarstjóri Vopnafjarðar, oddviti Langanesbyggðar, forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og framkvæmdastjóri Bremenports sjást á myndinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rannsóknirnar hófust raunar strax í fyrrasumar, fyrst á lífríki svæðisins, en í síðasta mánuði komu svo verktakar með tvær skurðgröfur og flutningabíla til að grafa rannsóknarholur og setja upp veðurmælistöðvar á fyrirhuguðu hafnarsvæði. Verkfræðistofan Efla hefur umsjón með rannsóknunum fyrir hönd Bremenports og Langanesbyggðar.Undirstöðum veðurmælingastöðvar komið fyrir. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.Mynd/Friðrika Marteinsdóttir, Eflu.Fljótlega verða sett upp öldumælinga- og straummælingadufl í firðinum og utan við hann. Ennfremur er búið að stilla upp á kortum hvernig hafnarmannvirkjum yrði komið fyrir. Friðrika Marteinsdóttir, jarðfræðingur Eflu, tók ljósmyndir af jarðfræðirannsóknunum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.Samkvæmt upplýsingum frá Verkfræðistofunni Eflu liggja fyrstu niðurstöður rannsókna fyrir og lofa góðu. Benda þær til þess að kostnaður við uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði sé innan eðlilegra marka við slíkar framkvæmdir. Áætlað er að undirbúningsrannsóknum fyrir hugsanlegt umhverfismat geti verið lokið eftir þrjú til fjögur ár.Höfnin er áformuð í botni Finnafjarðar við Bakkaflóa í krikanum sunnan við Langanes. Næstu þéttbýli eru Þórshöfn og Bakkafjörður. Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45 Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. 27. júní 2013 11:41 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Undirbúningsrannsóknir eru hafnar í Finnafirði við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. Fyrstu niðurstöður liggja þegar fyrir og eru sagðar lofa góðu. Upphaflega voru það sveitarstjórnarmenn á Bakkafirði sem komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík fyrst inn á aðalskipulag fyrir áratug, beinlínis með norðurslóðasiglingar og olíuleit í huga. Hreyfing komst svo á málið fyrir alvöru í maímánuði í fyrra þegar samstarfssamningur var undirritaður í Ráðherrabústaðnum við eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Forsætisráðherra og iðnaðarráðherra vottuðu stuðning ríkisstjórnarinnar með nærveru sinni.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum í fyrra. Sveitarstjóri Vopnafjarðar, oddviti Langanesbyggðar, forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og framkvæmdastjóri Bremenports sjást á myndinni.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Rannsóknirnar hófust raunar strax í fyrrasumar, fyrst á lífríki svæðisins, en í síðasta mánuði komu svo verktakar með tvær skurðgröfur og flutningabíla til að grafa rannsóknarholur og setja upp veðurmælistöðvar á fyrirhuguðu hafnarsvæði. Verkfræðistofan Efla hefur umsjón með rannsóknunum fyrir hönd Bremenports og Langanesbyggðar.Undirstöðum veðurmælingastöðvar komið fyrir. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn.Mynd/Friðrika Marteinsdóttir, Eflu.Fljótlega verða sett upp öldumælinga- og straummælingadufl í firðinum og utan við hann. Ennfremur er búið að stilla upp á kortum hvernig hafnarmannvirkjum yrði komið fyrir. Friðrika Marteinsdóttir, jarðfræðingur Eflu, tók ljósmyndir af jarðfræðirannsóknunum sem sýndar voru í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.Samkvæmt upplýsingum frá Verkfræðistofunni Eflu liggja fyrstu niðurstöður rannsókna fyrir og lofa góðu. Benda þær til þess að kostnaður við uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði sé innan eðlilegra marka við slíkar framkvæmdir. Áætlað er að undirbúningsrannsóknum fyrir hugsanlegt umhverfismat geti verið lokið eftir þrjú til fjögur ár.Höfnin er áformuð í botni Finnafjarðar við Bakkaflóa í krikanum sunnan við Langanes. Næstu þéttbýli eru Þórshöfn og Bakkafjörður.
Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45 Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. 27. júní 2013 11:41 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Skipuleggja risahöfn og alþjóðaflugvöll á Langanesi Alþjóðaflugvöllur, sem yrði sá næst stærsti á Íslandi, verður á Langanesi í tengslum við stórskipahöfn, samkvæmt aðalskipulagi, sem sveitarstjórn Langanesbyggðar hyggst afgreiða á morgun. Landeigandi kallar þetta loftkastala. 16. mars 2011 19:45
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Bremenports fjármagnar rannsóknir vegna nýrrar hafnar í Finnafirði Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. 27. júní 2013 11:41
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51