Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2017 19:56 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Ekki verður boðið upp á nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur þar sem námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. Í tilkynningu frá skólanefnd skólans kemur fram að allir starfsmenn skólans hafi látið af störfum og nemendur sem hafi óskað eftir skólavist næsta vetur hafi verið látnir vita að ekki verði hægt að sinna þeim. „Mennta- og menningarmálaráðuneytið tilkynnti skólanum í janúar sl. að ekki yrði af áframhaldandi stuðningi ráðuneytis við skólann sökum nemendafæðar og rekstrarsamningi væri því sagt upp. Í kjölfar þess var öllum starfsmönnum skólans sagt upp. Ráðuneytinu var send greinargerð um starfsemina í kjölfar fundar með embættismönnum ásamt með tillögum að útvíkkun starfseminnar sem unnar voru af hálfu sjálfseignarstofnunarinnar. Í liðinni viku tilkynnti ráðherra að engin breyting hefði orðið á afstöðu ráðuneytisins; námið eða hugmyndir að útvíkkun starfseminnar féllu ekki að Aðalnámskrá framhaldsskóla og kröfum sem settar eru í námsbrautalýsingum en það væri engu að síður í höndum stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar að ákveða hvert skyldi stefna. Forsenda þess að skólinn hafi möguleika á áframhaldandi stuðningi ráðuneytis er að námsbrautalýsing uppfylli skilyrðir aðalnámskrár og að skólinn fengi endurnýjaða viðurkenningu sem einkaskóli í framhaldi af því. Þetta er mikið áfall fyrir starfsmenn og skólanefnd Hússtjórnarskólans á Hallormsstað enda ljóst að í námskrá er tekið fyrir hefðbundið hússtjórnarnám sem hefur verið stutt hagnýt námsbraut og hefur nýst nemendum til eininga í öðru námi í framhaldsskólum . Sömuleiðis fækkar enn þeim möguleikum sem nemendur, sem hafa áhuga á öðru en hefðbundnu bók- eða tækninám, hafa úr að velja,“ segir í tilkynningunni.Starfræktur frá 1930 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. „Ávallt hefur verið boðið upp á heildstætt og hefðbundið nám í hússtjórnargreinum sem hefur þróast í takt við tíðarandann. Um er að ræða matreiðslu, hannyrðir, framreiðslu auk bóknáms í afmörkuðum greinum. Á síðustu árum hefur skólinn, í auknum mæli og með góðum árangri, sinnt nemendum með sérþarfir, aðlagað námsefni og aðstæður og þannig tekið þátt í að veita þeim aðgang að fjölbreyttara námsframboði,“ segir í tilkynningu skólanefndar. Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Ekki verður boðið upp á nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur þar sem námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. Í tilkynningu frá skólanefnd skólans kemur fram að allir starfsmenn skólans hafi látið af störfum og nemendur sem hafi óskað eftir skólavist næsta vetur hafi verið látnir vita að ekki verði hægt að sinna þeim. „Mennta- og menningarmálaráðuneytið tilkynnti skólanum í janúar sl. að ekki yrði af áframhaldandi stuðningi ráðuneytis við skólann sökum nemendafæðar og rekstrarsamningi væri því sagt upp. Í kjölfar þess var öllum starfsmönnum skólans sagt upp. Ráðuneytinu var send greinargerð um starfsemina í kjölfar fundar með embættismönnum ásamt með tillögum að útvíkkun starfseminnar sem unnar voru af hálfu sjálfseignarstofnunarinnar. Í liðinni viku tilkynnti ráðherra að engin breyting hefði orðið á afstöðu ráðuneytisins; námið eða hugmyndir að útvíkkun starfseminnar féllu ekki að Aðalnámskrá framhaldsskóla og kröfum sem settar eru í námsbrautalýsingum en það væri engu að síður í höndum stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar að ákveða hvert skyldi stefna. Forsenda þess að skólinn hafi möguleika á áframhaldandi stuðningi ráðuneytis er að námsbrautalýsing uppfylli skilyrðir aðalnámskrár og að skólinn fengi endurnýjaða viðurkenningu sem einkaskóli í framhaldi af því. Þetta er mikið áfall fyrir starfsmenn og skólanefnd Hússtjórnarskólans á Hallormsstað enda ljóst að í námskrá er tekið fyrir hefðbundið hússtjórnarnám sem hefur verið stutt hagnýt námsbraut og hefur nýst nemendum til eininga í öðru námi í framhaldsskólum . Sömuleiðis fækkar enn þeim möguleikum sem nemendur, sem hafa áhuga á öðru en hefðbundnu bók- eða tækninám, hafa úr að velja,“ segir í tilkynningunni.Starfræktur frá 1930 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. „Ávallt hefur verið boðið upp á heildstætt og hefðbundið nám í hússtjórnargreinum sem hefur þróast í takt við tíðarandann. Um er að ræða matreiðslu, hannyrðir, framreiðslu auk bóknáms í afmörkuðum greinum. Á síðustu árum hefur skólinn, í auknum mæli og með góðum árangri, sinnt nemendum með sérþarfir, aðlagað námsefni og aðstæður og þannig tekið þátt í að veita þeim aðgang að fjölbreyttara námsframboði,“ segir í tilkynningu skólanefndar.
Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent